563. fundur SSS 13. október 2006
Árið 2006, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 13. október 2006, kl. 08.00 á Fitjum.
Mætt eru: Steinþór Jónsson, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Birgir Örn Ólafsson, Oddný Harðardóttir, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Berglind Kristinsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Bréf dags. 9/10/06 frá forsætisráðuneyti, þar sem leitað er eftir því að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tilnefni einn aðalmann og einn til vara í stjórn hlutafélags sem stofnað verður í eign ríkisins um framtíðarþróun og umbreytingu fyrrverandi varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli. Stjórnin samþykkir eftirfarandi bókun: Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fagnar væntanlegri stofnun hlutafélags um framtíðarþróun og umbreytingu á fyrrverandi varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli.
Stjórn SSS tilnefnir Árna Sigfússon bæjarstjóra Reykjanesbæjar sem aðalmann og Sigurð Val Ásbjarnarson bæjarstjóra Sandgerðis sem varamann í stjórn félagsins.
Stjórnin minnir á ályktun aðalfundar frá 9. september s.l. um brotthvarf Varnarliðsins og ályktun stjórnar frá 28. september s.l. Í ályktun aðalfundar kom meðal annars fram: ,,Það er grundvallaratriði að sveitarfélögin séu áhrifavaldar um þá framtíð sem hér er mótuð “. Í ályktun stjórnar segir: ,,Stjórnin gerir ráð fyrir að fulltrúar frá sveitarfélögunum sitji í stjórn félagsins“. Því lýsum við yfir vonbrigðum okkar með að aðeins einn fulltrúi frá sveitarfélögunum sé í stjórn hlutafélagsins.
Stjórn Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bindur miklar vonir við störf félagsins og væntir góðs samstarfs.
2. Bréf dags. 05/10/06 frá Sandgerðisbæ. Lagt fram.
3. Sameiginleg mál. Engin bókuð mál undir þessum lið
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:29.