606. fundur SSS 8. janúar 2010
Árið 2009, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 8. janúar 2010 kl.08.15 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Sigmar Eðvarðsson, Garðar K. Vilhjálmsson, Laufey Erlendsdóttir, Óskar Gunnarsson, Birgir Örn Ólafsson og Berglind Kristinsdóttir framkv.stjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra dags. 09.12.2009. Lagt fram.
2. Tölvupóstur frá Heilbrigðisráðuneyti, dags. 30.12.2009. Lagt fram til kynningar.
3. Bréf dags. 16.12.2009 frá Iðnaðarnefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að hvetja til fjárfestinga erlendra aðila á Íslandi. Lagt fram.
4. Bréf frá bæjarráði Reykjanesbæjar, dags. 21.12.2009. Bæjarráð skipar Garðar K. Vilhjálmsson sem annan fulltrúa Reykjanesbæjar.
5. Tölvupóstur frá Halldóri Péturssyni, Veðurstofu Íslands,dags. 16.12.2009. Lagt fram til kynningar.
6. Tölvupóstur frá Erlingi Jónssyni, dags. 29.12.2009. Lagt fram.
7. Bréf frá BG bílakringlunni, dags. 21.12.2009. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum getur ekki orðið við erindinu.
8. Bréf frá Sigurði Steinþórssyni, dags. 29.11.2009. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum getur ekki orðið við erindinu.
9. Bréf frá Bæjarráði Grindavíkur, dags. 13.12.2009. Framkvæmdastjóra S.S.S. falið að ræða við framkvæmdastjóra H.E.S um málið.
10. Sameiginleg mál. Bæjarráð Grindavíkur sendi tölvupóst þann 6.janúar þar sem það skipar þau Sigmar Eðvarðsson og Petrínu Baldursdóttur í vinnuhóp um framtíðarsýn S.S.S.
Framkvæmdastjóri kynnti undirbúningsvinnu við Sóknaráætlun 2020. Forsætisráðuneytið hefur lagt drög að því að halda þjóðfund á svæðinu 31.janúar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20