fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

607. fundur SSS 5. febrúar 2010

Árið 2010, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 5. febrúar kl.08.15 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:  Sigmar Eðvardsson,  Garðar K. Vilhjálmsson,  Óskar Gunnarsson,  Birgir Örn Ólafsson og Berglind Kristinsdóttir framkv.stjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 28.01.2010 frá Sandgerðisbæ v. Fjölsmiðjan Reykjanesbæ.  Lagt fram.

2. Bréf dags. 25.01.2010 frá Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna.  Lagt fram.

3. Bréf dags. 16.12.2009 frá Iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ. 
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsir yfir stuðningi við frumvarp til laga  um gagnaver í Reykjanesbæ.  Neikvæð umfjöllun um eignarhald félagsins hefur leitt umræðuna frá kjarna málsins, sem er uppbygging atvinnutækifæra á Suðurnesjum og fyrir landið í heild.  Mikilvægt er að unnið sé að verðmætasköpun og öflun nýrra atvinnutækifæra í þeim tilgangi að reisa íslenskt efnahagslíf við eftir þrengingar síðustu ára. 

4. Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsir yfir þungum áhyggjum af málefnum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og telur óásættanlegt að 22.000 íbúar svæðisins búi við óvissu um framtíð stofnunarinnar.  Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum skorar á heilbrigðisráðherra að hefja án tafar viðræður við sveitarfélögin á Suðurnesjum um framtíð Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

5. Sameiginleg mál.
Málefni samrekinna fyrirtækja rædd.
Berglind Kristinsdóttir tók  tímabundið við starfi framkvæmdastjóra SSS,  frá og með 1.september 2009.  Er henni veitt leyfi til að rita prókúru félagsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25.