608. fundur SSS 5. mars 2010
Árið 2010, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum föstudaginn 5. mars kl.08.15 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Sigmar Eðvardsson, Garðar K. Vilhjálmsson, Óskar Gunnarsson, Laufey Erlendsdóttir og Berglind Kristinsdóttir framkv.stjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson boðaði forföll.
Dagskrá:
1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra, dags. 09.02.2010. Lagt fram.
2. Bréf dags. 24.01.2010, frá Lánasjóði sveitarfélaga. Erindið samþykkt.
3. Bréf dags. 01.03.2010, frá Nefndasviði Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt. Lagt fram.
4. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnana fyrir árið 2010. Afgreiðslur sveitarstjórna.
a) Bréf dags. 11/02/2010 frá Sveitarfélaginu Garði.
b) Bréf dags. 06/01/2010 frá Reykjanesbæ.
c) Bréf dags. 21/01/2010 frá Grindavíkurbæ.
d) Bréf dags. 02/02/2010 frá Sandgerðisbæ.
e) Bréf dags. 01/02/2010 frá Sveitarfélaginu Vogum.
Fjárhagsáætlun S.S.S. hefur verðið samþykkt í öllum sveitarfélögin og hefur tekið gildi.
5. Bréf dags. 04.02.2010 frá Grindavíkurbæ, varðandi flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Framtíðarnefnd S.S.S er að vinna að framtíðarskipulagi sambandsins og fellur þetta málefni þar inn.
6. Bréf dags. 02.02.2010 frá Grindvíkurbæ, varðandi þátttöku í kostnaði vegna vatnsrannsókna.
Erindinu er hafnað.
7. Bréf dags. 10.02.2010 frá Sandgerðisbæ varðandi rekstur Upplýsingarmiðstöðvar ferðamála í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Stjórn S.S.S. samþykkir að framkvæmdarstjóri S.S.S. taki þátt í viðræðum um rekstur Upplýsingarmiðstöð ferðamála.
8. Bréf dags. 10.02.2010 frá Sandgerðisbæ, varðandi tilfærslu á málefnum fatlaðra.
Framtíðarnefnd S.S:S er að vinna að framtíðarskipulagi sambandsins og fellur þetta málefni þar inn
9. Bréf dags. 05.02.2010 frá Sandgerðisbæ, varðandi átak Vinnumálastofnunar. Lagt fram.
10. Bréf dags. 22.02.2010 frá Gróðri fyrir fólk í landnámi Ingólfs.
Erindið er áhugavert en því miður er ekki hægt að verða við því á sameiginlegum vettvangi.
11. Þjónustusamningur SSS og Kynnisferða.
Stjórn S.S.S. gerir athugasemd við 6.grein samningsins. Framkvæmdarstjóra S.S.S. er falið að koma athugasemdum á framfæri við samningsaðila.
12. Bréf dags. 05.02.2010 frá Aroni Jóhannssyni, umhverfisfulltrúa Kölku.
Stjórn S.S.S. telur ekki tímabært að breyta verkferlum að svo stöddu.
13. Sameiginleg mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:02.