fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

609. fundur SSS 29. mars 2010

Árið 2010, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 29. mars kl.10.00 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Sigmar Eðvardsson, Garðar K. Vilhjálmsson, Óskar Gunnarsson, Laufey Erlendsdóttir, Birgir Örn Ólafsson og Berglind Kristinsdóttir framkv.stjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Ársreikningur S.S.S. vegna ársins 2009 (til afgreiðslu og undirritunar).
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir endurskoðandi frá Deloitte kom á fundinn og fór yfir ársreikning Sambandsins ásamt endurskoðunarskýrslu.  Ársreikningur Sambandsins vegna ársins 2009 samþykktur samhljóða. 

2. Þjónustusamningur S.S.S. og Kynnisferða ehf.
Framkvæmdastjóra falið að skrifa undir þjónustusamninginn og í framhaldi hefja undirbúning á útboði hans. 

3. Bréf dags. 08.03.2010 frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Ekki er talin ástæða til að skipa fimm manna verkefnanefnd í ljósi þeirra niðurstaðna sem fengust úr vinnu Framtíðarnefnd S.S.S.  Ákveðið er að tilnefna  formann og varaformann S.S.S. sem tengiliði við Samstarfsnefndina.

4. Bréf dags. 19.03.2010 frá Þroskahjálp varðandi sumardvöl fatlaðra barna 2010.
Lagt fram.  Erindinu vísað til viðkomandi sveitarfélaga.

5. Bréf dags. 08.03.2010 frá Heilbrigðisráðuneytinu varðandi Málefni Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum og sjúkraflutningar á Suðurnesjum.
Lagt fram.

6. Erindi vegna óska um styrk til kaupa á öndunarvél.
a) Bréf dags. 18.03.2010 frá Grindavíkurbæ.
b) Bréf dags. 09.03.2010 frá Sveitarfélaginu Vogum.
c) Bréf dags. 04.03.2010 frá Reykjanesbæ.
Lagt fram.  Ekki er hægt að styrkja verkefnið á vettvangi S.S.S.

7. Bréf dags. 15.03.2010, frá Nefndasviði Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um lækkun rafmagnskostnaðar garðyrkjubænda.
Lagt fram.

8. Bréf dags. 15.03.2010, frá Nefndasviði Alþingis ásamt beiðni um umsögn vegna frumvarps til laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum.
Lagt fram.

9. Bréf dags. 18.03.2010, frá Nefndasviði Alþingis ásamt frumvarpi til laga um almenningssamgöngur.
Lagt fram.

10. Bréf dags. 18.03.2010, frá Nefndasviði Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um Vestfirði sem vettvang kennslu í sjávarútvegsfræðum og vettvang rannsókna á málefnum hafsins og strandsvæða.
Lagt fram.

11. Bréf dags. 24.03.2010, frá Nefndasviði Alþingis ásamt frumvarpi til laga um sveitarstjórnarlög (skil á fjármálaupplýsingum).
Ekki liggur fyrir með hvaða hætti skil á upplýsingum eiga að fara fram. Gera má ráð fyrir að aukin upplýsingaveita feli í sér umtalsverðan kostnað fyrir sveitarfélögin.  Því getur stjórn S.S.S. ekki mælt með frumvarpinu.

12. Sameiginleg mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:35.