fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

610. fundur SSS 3. maí 2010

Árið 2010, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 3. maí kl.08.15 á Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Sigmar Eðvardsson, Óskar Gunnarsson, Laufey Erlendsdóttir, Birgir Örn Ólafsson og Berglind Kristinsdóttir framkv.stjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Garðar K. Vilhjálmsson boðaði forföll.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 28.04.2010 frá framtíðarnefnd S.S.S.
Skýrsla framtíðarnefndar S.S.S. rædd.  Skýrslan send sveitarstjórnum til upplýsinga.  Stjórn S.S.S. mun vinna áfram að málinu og leggja fram tillögur á aðalfundi S.S.S.

2. Bréf dags. 08.04.2010 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, varðandi EFTA og sveitarstjórnarstigið.
Lagt fram.

3. Bréf dags. 21.04.2010, frá Nefndasviði Alþingis ásamt frumvarps til lögreglulaga (fækkun lögregluumdæmda o.fl.
Lagt fram.

4. Bréf dags. 20.04.2010, frá Nefndasviði Alþingis ásamt beiðni um umsögn tillögu til þingsályktunar um jöfnun samkeppnisstöðu framleiðslufyrirtækja á landsbyggðinni.
Lagt fram.

5. Bréf dags. 28.04.2010 frá Sveitarfélaginu Ölfusi, varðandi einkaleyfi á akstri.
Lagt fram.  Framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga.  Frestað til næsta fundar.

6. Málefni Vaxtarsamnings Suðurnesja.
Stjórn S.S.S. vill árétta að Iðnaðarráðuneytið skipi í stjórn Vaxtarsamnings Suðurnesja eins og kveðið er á um í samningi.

7. Sameiginleg mál.
Ekki fleira tekið fyrir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:32.