fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

616. fundur SSS 27. september 2010

Árið 2010, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 27. september kl.08.15 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:  Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir framkv.stjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestir fundarins vegna 2. fundarliðs eru: Lúðvík Geirsson, Einar Njálsson, Gyða Hjartardóttir, Guðjón Bragason, Eirný Valsdóttir, Sigurður Helgason, Inga Ásmundsdóttir, Hjördís Árnadóttir, Ásmundur Friðriksson, Sigríður Jónsdóttir, Sigríður Daníelsdóttir, Gyða Arnmundsdóttir, Kristín Þyrí Þorsteinsdóttir , Nökkvi Jónsson og Róbert Ragnarsson

Dagskrá:

1. Stjórnin skiptir með sér verkum.
Formaður: Gunnar Þórarinsson, Reykjanesbær.
Varaformaður: Ólafur Þór Ólafsson, Sandgerðibær.
Ritari: Inga Sigrún Atladóttir, Sveitarfélagið Vogar.
Meðstjórnendur: Einar Jón Pálsson, Sveitarfélagið Garður og Bryndís Gunnlaugsdóttir, Grindavík.

2. Flutningur á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga – fulltrúar ríkis, sveitarfélaga og verkefnisstjórnar koma á fundinn.
Til máls tóku Róbert Ragnarsson, Hjördís Árnadóttir, Sigurður Helgason, Lúðvík Geirsson, Ólafur Þór Ólafsson, Guðjón Bragason, Gyða Hjartardóttir, Ásmundur Friðriksson, Einar Njálsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Einar Jón Pálsson

3. Aðalfundur S.S.S. – Ályktanir og tillögur.
Stjórnin leggur til að ályktun aðalfundar um atvinnumál á Suðurnesjum verði send öllum ráðherrum og þingmönnum kjördæmisins. 

Tillaga um framtíð S.S.S. frá aðalfundum var rædd.  Sveitarfélögin vilja aukið samstarf.  Framkvæmdastjóra falið að finna til gögn fyrir næsta fund frá Framtíðarnefndinni og Birgi Erni Ólafssyni. Málinu frestað til næsta fundar.

Ályktun frá Grindavíkurbæ um málefni Fisktækniskóla Íslands.  Stjórnin leggur til að ályktunin verði send þingmönnum svæðisins og menntamálaráðherra.  Framkvæmdastjóra falið að senda viðkomandi aðilum ályktunina ásamt greinargerð. 

Ályktun frá Grindavíkurbæ um flutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.  Lögð fram og rædd.  Ályktun dregin til baka.
Stjórnin leggur áherslu á það að verkefnastjórnin vinni hratt svo ljúka megi verkefninu á tilsettum tíma. 

4. Bréf dags. 8. september 2010 frá Önnu G. Björnsdóttur, Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.
Stjórnin tekur vel í erindið.  Framkvæmdastjóra falið að setja niður dagsetningu og auglýsa námskeiðið.

5. Bréf dags. 8. september frá Karli Björnssyni, Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi upplýsingar og skráningu á landsþing.
Lagt fram.

6. Tölvupóstur dags. 14. september frá Guðrúnu Pétursdóttur varðandi opna borgarafundi stjórnlaganefndar.
Erindinu er fagnað, lagt er til að kynningarfundurinn verði haldinn á Suðurnesjum  Framkvæmdastjóra falið að leggja til dagsetningu.

7. Bréf dags. 10. september 2010 frá Skipulagsstofnun varðandi nýja skipulagsgerð.
Lagt fram.

8. Innherjalistar – upplýsingar.
Lagt fram og kynnt.  Senda á framkvæmdastjóra innherjalistana að lokinni útfyllingu.

9. Fundargerð Atvinnuþróunarráðs SSS frá 22. sept. 2010.
Lagt fram. Stjórnin samþykkir ráðningu verkefnisstjóra vegna undirbúnings álvers í Helguvík til þriggja mánaða með þeim formerkjum að fjárhagslegir þættir vegna verkefnisins séu tryggðir. 

10. Önnur mál.
Nýlega skilaði Framtíðarnefnd S.S.S. af sér skýrslu þar sem fram komu hugmyndir um framtíðarstarfsemi sambandsins.  Í ljósi þeirra stefnumörkunar vill stjórn SSS vinna að starfslýsingu verkefnisstjtóra sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum svæðisins í atvinumálum. Stjórn SSS felur framkvæmdastjóra að vinna að kostnaðargreiningu og starfslýsingu atvinnuráðgjafa.  Mikilvægt er að horft sé til lengri tíma í ráðningu hans ef til ráðningar kemur og að staðan verði auglýst til umsóknar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:48