fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

622. fundur SSS 17. mars 2011

Árið 2011, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 17. mars kl. 16.30 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:  Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Hörður Harðarson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestir fundarins undir fyrsta lið eru Hjördís Árnadóttir, Nökkvi Már Jónsson og Kristín Þyri Þorsteinsdóttir.

Dagskrá:

1. Málefni fatlaðs fólks – Þjónusturáðið.
Almennar umræður urðu um málefnið.  Hjördís Árnadóttir formaður þjónusturáðsins fór yfir verkefni og ábyrgð þjónusturáðsins.  Þjónusturáðið hefur sett á laggirnar fagteymi sem fer yfir umsóknir og meta þörf umsækjenda fyrir þjónustu.  Kristín Þorsteinsdóttir lagði áherslu á að gæta þyrfti að því að fjármagn skili sér til Suðurnesja í samræmi við fjölda skjólstæðinga.  Hjördís sagði frá úrræðinu Atvinna með stuðningi. Þjónusturáðinu falið að skoða málið betur. 

2. Tölvupóstur dags. 08.03.2011 frá menntamálanefnd Alþingis, umsögn um þingsályktun um ljóðakennslu og skólasöng.
Lagt fram.

3. Tölvupóstur dags. 07.03.2011 frá menntamálanefnd Alþingis, umsögn um þingsályktun um uppbyggingu Náttúrugripasafns Íslands á Selfossi.
Lagt fram.

4. Erindi frá Keflavíkurkirkju, beiðni um styrk í verkefnið Energí og trú.
Stjórn S.S.S. getur því miður ekki orðið við erindinu.

5. Tölvupóstur dags. 24. febrúar 2011, frá Einari Steinþórssyni fyrir hönd Kynnisferða.
Framkvæmdastjóra falið að leita eftir framlengingu á samningum við Kynnisferðir um 5. mánuði.

6. Bréf dags. 24.02.2011, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi landsþing.
Lagt fram.

7. Tölvupóstur frá Lovísu Lilliendahl fyrir hönd Velferðarvaktarinnar á Suðurnesjum.
Samþykkt að tilnefna framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í Velferðavaktina.

8. Hugmyndir að viljayfirlýsingu milli S.S.S. og Geogreenhouse ehf.
Stjórn S.S.S: fagnar áhuga Geogreenhouse ehf. á ylrækt á Suðurnesjum.  Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga.  Málinu frestað til næsta fundar. 

9. Fundargerð vinnuhóps um framtíð Ragnarssels, dags. 20.02.2011.
Lögð fram.

10. Fundargerð atvinnuþróunarráðs S.S.S., dags. 28.02.2011.
Lögð fram.  Framkvæmdastjóra falið að finna fundartíma með atvinnuþróunarráðinu.

11. Fundargerð D.S., dags. 15.02.2011.
Lögð fram.

12. Önnur mál.
Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 28.mars kl.16:30. 
 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.