fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

624. fundur SSS 14. apríl 2011

Árið 2011, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 14. apríl kl. 16.30 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.

Mætt eru:  Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestir fundarins undir 1. lið eru Halldór V. Kristjánsson, Karl Björnsson og Þorleifur Gunnlaugsson.

Dagskrá:

1. Sóknaráætlun 20/20 – Kynning.
Karl Björnsson kynnti verkefnið og sagði í stuttu máli frá forsögu þess. Halldór V. Kristjánsson tók við og sagði frá aðkomu ráðuneytanna að áætlunni.  Að lokum sagði Þorleifur Gunnlaugsson frá eflingu sveitarstjórnarstigsins.

2. Minnisblað dags. 25.02.2010 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, varðandi sóknaráætlanir í landshlutum.
Lagt fram.

3. Drög að menningarsamningi frá Menntamálaráðuneytinu.
Stjórn S.S.S. samþykkir að fela formanni að skrifa undir samninginn með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna á svæðinu.

4. Erindi dags. 17.03.2011 frá Gunnari H. Gunnarssyni f.h. Virkjunar.
Erindinu frestað til næsta fundar.  Framkvæmdastjóra falið að afla nánara gagna.

5. Bréf dags. 01.04.2011 frá Innanríkisráðuneytinu.
Þann 31. mars 2011 voru kveðnir upp tveir úrskurðir í innanríkisráðuneytinu varðandi ákvörðun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að ráðning SSS í stöðu verkefnastjóra er tekin var þann 9. ágúst 2010 væri ólögmæt. Stjórn SSS er tók við í september mánuði 2010 harmar mjög að þessi staða hafi komið upp. Stjórnin telur ábendingar ráðuneytisins réttmætar og mun SSS hafa þær í huga þegar kemur að ráðningum starfsfólks í framtíðinni og eru hlutaðeigandi aðilar beðnir afsökunar.

6. Tölvupóstur dags. 08.04.2011 frá menntamálanefnd Alþingis, umsögn um þingsályktun um heildarúttekt á starfsemi æskulýðs- og ungmennasamtaka á Íslandi, 494. mál.
Lagt fram.

7. Tölvupóstur dags. 08.04.2011 frá menntamálanefnd Alþingis, umsögn um tillögu til þingsályktunar um Skipasafn Íslands í Reykjanesbæ, 280.mál.
Stjórn S.S.S. fagnar tillögunni til þingsályktunar og hvetur til að hún verði samþykkt.  Sjávarútvegurinn hefur mótað þjóðina og verið órjúfanlegur hluti af sögu hennar ekki síst á Suðurnesjum.  Skipasafn Íslands á því vel heima á þessu svæði.

8. Tölvupóstur dags. 08.04.2011 frá Sveitarfélaginu Garði varðandi lausagöngu katta og hunda.
Stjórn S.S.S. leggur til við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja að taka erindið fyrir og koma með úrlausir á lausagöngu katta og hunda.

9. Fjárhagsáætlanir sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2011. Afgreiðslur sveitastjórna.
a) Bréf dags. 07.01.2011 frá Reykjanesbæ.
b) Bréf dags. 27.12.2010 frá Grindavíkurbæ.
c) Bréf dags. 21.03.2011 frá Sandgerðisbæ.
d) Bréf dags. 21.03.2011 frá Sveitarfélaginu Garði.
e) Bréf dags. 13.01.2011 frá Sveitarfélaginu Vogum.
Fjárhagsáætlun S.S.S. hefur verðið samþykkt í öllum sveitarfélögum og hefur tekið gildi.

10. Fundargerðir þjónusturáðs:
a) 1. fundur – dags. 10.01.2011.
b) 2. fundur – dags. 17.01.2011.
c) 3. fundur – dags. 31.01.2011.
d) 4. fundur – dags. 21.02.2011.
e) 5. fundur – dags. 28.02.2011.
f) 6. fundur – dags. 07.03.2011.
Lagt fram.

11. Fundargerð dags. 17.02.2011 frá Samráðshóps um velferð á Suðurnesjum.
Lagt fram.

12. Fundargerðir vinnuhóps um framtíð Ragnarssels:
a) 6. fundur – dags. 17.02.2011.
b) 7. fundur – dags. 23.02.2011.
c) 8. fundur – dags. 03.03.2011.
d) 9. fundur – dags. 09.03.2011.
Lagt fram.

13. Fundargerð stjórnar DS., dags. 08.03.2011.
Lagt fram.

14. Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra:
a. 71. fundur – dags. 28.02.2011.
b. 72. fundur – dags. 04.03.2011.
Lagt fram.

15.  Tölvupóstur dags. 01.04.2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi sveitarstjórnarvettvang EFTA.
Lagt fram til kynningar.

16. Húsnæðismál S.S.S.
Tvö tilboð í leigu liggja fyrir.  Um er að ræða húsnæði á Hafnargötu 91 og Skógarbraut 945.  Stjórn samþykkir að ganga að tilboði Kadeco v. Skógarbrautar 945.  Jafnframt er framkvæmdastjóra falið að segja upp leigu á núverandi húsnæði. 

17. Stofnun atvinnuþróunarfélags.
Stjórn S.S.S. samþykkir að stofna atvinnuþróunarfélag á Suðurnesjum í tengslum við tilboð ríkisvaldsins.  Stjórn atvinnuþróunarfélagsins verður skipuð 7 fulltrúum, þar af 5 frá sveitarfélögunum á Suðurnesjum.

18. Önnur mál.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19:34.

Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 29. Apríl. kl. 16:30.