626. fundur SSS 19. maí 2011
Árið 2011, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 19. maí kl. 16.30 að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Gunnar Þórarinsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Málefni Virkjunar.
Stjórn S.S.S. samþykkir að styrkja um verkefnið um 500 þúsund.
2. Tilboð AM ráðgjafar varðandi vinnu v. fýsileikakönnunar og TAIEX aðstoðar.
Stjórn S.S.S. samþykkir tilboð AM ráðgjafar.
3. Tilboð í ráðningu atvinnuráðgjafa.
Lagt fram til kynningar. Stjórn S.S.S. samþykkir að taka tilboði Capacent.
4. Bréf dags. 11. apríl 2011 frá Innanríkisráðuneytinu f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram.
5. Bréf dags. 27.04.2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, varðandi kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9. júní.
Lagt fram.
6. Tölvupóstur dags. 15.04.2011 frá samgöngunefnd Alþingis, umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál. www.althingi.is/altext/139/s/1250.html.
Stjórn S.S.S. fagnar endurskoðun á sveitarstjórnarlögum og hvetur til þess að sveitarstjórnir á Suðurnesjum kynni sér þessar tillögur og taki afstöðu til þeirra.
7. Bréf dags. 18.04.2011 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, varðandi umsögn um ný sveitarstjórnarlög ásamt umsögn Sambandsins um lögin.
Lagt fram.
8. Fundargerð nr. 20. frá Menningarráði Suðurnesja, dags. 31.03.2011.
Lagt fram.
9. Önnur mál.
Erindisbréf stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Erindisbréf samþykkt með breytingum.
Stjórnin ræddi málefni tengd Dvalarheimili Suðurnesja.
Ákveðið er að halda vinnufund stjórnar 26. maí kl. 16:30.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18:16.