fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

650. fundur SSS 20. desember 2012

Árið 2012, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 20. desember kl. 17.00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson formaður, Ólafur Þór Ólafsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Einar Jón Pálsson, Inga Sigrún Atladóttir varaformaður og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður bauð Einar Jón Pálsson fulltrúa sveitarfélagsins Garðs velkominn á fundinn.

Dagskrá:

1. NPA – þjónusta, Þjónustuhópur um málefni fatlaðs fólks, Nökkvi Már Jónsson; Hjördís Árnadóttir og Kristín Þyri Þorsteinsdóttir.
Félagsmálastjórar sveitarfélaganna komu á fundinn og útskýrðu sjónarmið sitt varðandi NPA.  Þjónusturáðið hefur falið Fagteymi að vinna verklagsreglur vegna NPA þjónustu en drög að þeim verða tilbúin í febrúar 2013 og verð send sveitarfélögunum til umsagnar. 

2.  Framlag til Sóknaráætlana landhluta.
Samkvæmt frétttilkynningu forsætisráðuneytisins sem dagsett er 27. nóvember 2012 og fjallar um skiptingu fjármuna í tengslum við sóknaráætlun landshluta, liggur fyrir að hlutur Suðurnesja er 45,3 milljónir í þessum 400 milljónum sem eru til skiptana.  Skiptingin var ákvörðum á grundvelli fimm viðmiða en tekið var tillit til íbúafjölda, íbúaþróunar, atvinnuleysis, íbúaþéttleika og hagvaxtar. 

Næstu skref í Sóknaráætlun Suðurnesja verður því að fela stjórn Heklunnar að gera tillögur um forgangsröðun og kostnaðarmeta verkefnin.  Tillögur verða svo sendar stjórn Sambandsins til yfirferðar, í framhaldi verða tillögurnar sendar bæjarstjórnum á Suðurnesjum til umsagnar.

3. Drög að samningi milli Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna tilraunaverkefnis til að efla og þróa skipulag almenningssamgangna.
Samningurinn felur í sér að þeir fjármunir eru eyrnamerktir í tilraunaverkefni,  um að efla skilvirkt og samþætta grunnkerfi almenningssamganga fyrir allt suðvesturhorn landsins.  Gert er ráð fyrir því að þessi samningur sé viðbót við þann samning sem nú er í gildi við Vegagerðina.

Stjórn S.S.S. fagnar auknum framlögum til þessa málefnis og felur framkvæmdastjóra að undirrita samninginn fyrir hönd stjórnar.

a. Hugmyndir að bættri þjónustu í samvinnu við Strætó b.s.
Lagt fram til kynningar og rætt af stjórn.

4. Samningur um kaup á þjónustu Strætó b.s. vegna vinnu við útboð.
Um er að ræða samning vegna keyptar þjónustu af Strætó b.s. vegna vinnu við undirbúnings og gerð útboðs.  Stjórnin S.S.S. felur framkvæmdastjóra að undirrita samninginn fyrir hönd stjórnar.

5. Bréf dags. 07.12.2012 frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, vegna skipunar í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Lagt fram.  Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6. Bréf dags. 13.11.2012 frá Samvinnunefnd Svæðisskipulegs Suðurnesja, varðandi samþykkt á tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.
Lagt fram.

7. Bréf dags. 20.11.2012 frá Sveitarfélaginu Vogum vegna Náttúrustofu Reykjaness.
Lagt fram.

8. Bréf dags. 10.12.2012 frá Hjálmari Árnasyni f.h. Keilis.
Stjórn Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tekur jákvætt í erindið.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við fulltrúa Keilis um nánari útfærslu.

9. Tölvupóstur dags. 07.12.2012 frá Sigríði Aðalsteinsdóttur f.h. Virkjunar.
Stjórn S.S.S. leggur áherslu á að ekki verður um frekari fjárframlög að ræða til Virkjunar vegna ársins 2013. 

Framkvæmdastjóra falið að ræða við bréfritara.

10. Bréf dags 08.11.2012 frá Ástu Sól Kristjánsdóttur f.h. Snorraverkefnisins.
Ekki er hægt að verða við erindinu.

11. Fundargerð Menningarráðs Suðurnesja nr. 29, dags. 21.11.2012.
Lögð fram.

12. Fundargerð Heklunnar nr. 22, dags. 30.11.2012.
Lögð fram.

13. Fundargerð D.S., dags. 30.10.2012.
Lögð fram.

14. Almenningssamgöngur – Staða mála.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu útboðsmála.  Útboð í akstur leiðarinnar Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Reykjavík verða opnuð 4. janúar 2013.  Jafnframt munu fulltrúar VSÓ koma á stjórnarfund 17. janúar og kynna útboðsgögn vegna næsta útboðs.

15. Önnur mál.
Stjórnin ræddi fyrsta vetrarfundinn sem haldinn verður 8. febrúar í Reykjanesbæ.  Ákveðið er að tileika fundinn málefnum fatlaðra.  Framkvæmdastjóra falið að vinna að undirbúningi dagskrár og leggja tillögur fyrir stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum á næsta stjórnarfundi.

Næsti stjórnarfundur verður haldinn fimmtudaginn 17. janúar , kl.17:00.  Ákveðið er að fast setja undirbúningsfund fyrir vetrarfundinn fimmtudaginn 7. febrúar. 

Vegna breytingar á stjórn S.S.S. samþykkir stjórn S.S.S. að Einar Jón Pálsson, fulltrúi Garðs taki við sem ritari.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 20:14.