fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

649. fundur SSS 15. nóvember 2012

Árið 2012, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 15. nóvember kl. 17.00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson, Ólafur Þór Ólafsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Jónína Holm, Inga Sigrún Atladóttir og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1.  Kynning á útboði vegna Almenningssamgangna- Þorbergur Karlsson frá VSÓ.
Þorbergur kynnti útboðsgögnin fyrir stjórn S.S.S. 

Stjórn S.S.S. samþykkir útboðsgögnin, framkvæmdastjóra falið að fylgja þeim eftir.

Stefnt er að því að útboðsgögnin verða aðgengileg á útboðsvef VSÓ ráðgjafar frá og með mánudeginum 26. nóvember 2012.

Stefnt er á að halda kynningarfund vegna útboðsins 29.nóvember.  Útboðið verður opnað fimmtudaginn 20.desember 2012.

Annar akstur.
Vinna er hafin við undirbúning að öðrum útboðsþáttum.  Lagt er upp með að bjóða aksturinn út í byrjun janúar 2013.  Stefnt er ráð fyrir því að nýr akstursaðili hefji akstur um miðjan apíl 2013.

2. NPA – þjónusta, Þjónustuhópur um málefni fatlaðs fólks, Nökkvi Már Jónsson.
Málinu frestað til næsta stjórnarfundar vegna forfalla.

3. Fjárhagsáætlanir S.S.S. og samrekinna fyrirtækja vega ársins 2013.
Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri SSS kynnti tillögur Fjárhagsnefndar að fjárhagsáætlunum sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2013 ásamt fundargerð Fjárhagsnefndar. 

Fundargerð Fjárhagsnefndar S.S.S. nr. 232 lögð fram. 
Fulltrúi sveitarfélagsins Voga í stjórn S.S.S. vill koma á framfæri eftirfarandi:

„Það eru vonbrigði að ekki hefur tekist að forgangsraða það fé sem veitt er í sérstök verkefni sveitarfélaganna,  þannig að Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum geti boðið upp á fjarnám í hjúkrunarfræði. 

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur bókað stuðning við slíka forgangsröðun og tel ég að þar sem ekki er veitt fjármagn til verkefnisins í gegnum fjárhagsáætlun S.S.S. verði að tryggja fé með öðrum hætti.  Enda vandséð hvaða verkefni hafa meiri bein áhrif á menntunar – og atvinnustig en einmitt þetta“

Stjórn S.S.S. ítrekar það sem fram kemur í fundargerð Fjárhagsnefndar S.S.S. um að sveitarfélögin séu tilbúin að leita annarra leiða vegna fjarnámskennslunnar.

Fulltrúi Grindavíkur vekur athygli á því sem fram kemur í fundargerð Fjárhagsnefndarinnar um að Brunavarnir Suðurnesja geri upp skuldir sínar við S.S.S.

Stjórnin samþykkir tillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnanna.

4. Sóknaráætlun Suðurnesja – drög.
Lagt fram til kynningar og rætt af stjórn.

5. Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23.10.2012. Efni þess, nefnd um hlutverk landshlutasamtaka og stjórnsýslustig á Íslandi.

Lagt fram til kynningar og rætt af stjórn.  

6. Tölvupóstur dags. 01.11.2012 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi umsögn um drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi.
Lagt fram til kynningar.

7. Tölvupóstur dags. 05.11.2012 frá Aðalbjörgu Rós Óskarsdóttur f.h. Fjárlaganefndar Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

8. Tölvupóstur dags. 09.10.2012 frá Kristínu Sigurbjörnsdóttur, f.h. Vegagerðarinnar.
Vegagerðin hefur samþykkt fyrir sitt að framlengja samninginn um eitt ár.  Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samkomulaginu.

9. Tölvupóstur frá Róberti Ragnarssyni, dags. 18.10.2012.  Vegna dóms um land í eigu Héraðsnefndar Suðurnesja.
Lagt fram til kynningar.

10. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra nr. 82, dags. 31.10.2012.
Lagt fram.

11. Fundargerð Heklunnar nr. 21, dags. 02.11.2012.
Lagt fram.

12. Málefni Markaðsstofu Suðurnesja.
Framkvæmdastjóra falið að ganga formlega frá viljayfirlýsingu við Markaðsstofu Suðurnesja og Ferðamálasamtökum Suðurnesja í samræmi við drög sem lögð voru fram á fundinum.

13. Önnur mál.
Ólafur Þór sagði frá vinnu við Svæðisskipulag Suðurnesja, vakti athygli stjórnarmanna á því að gögn verða send út á morgun og hafa bæjarstjórninar tíma fram að jólum að staðfesta svæðisskipulagið.
  

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19:22.