652. fundur SSS 7. febrúar 2013
Árið 2013, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 7. febrúar á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru: Gunnar Þórarinsson formaður, Inga Sigrún Atladóttir varaformaður, Ólafur Þór Ólafsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Einar Jón Pálsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Almenningssamgöngur kynning – Ásmundur Friðriksson og Þorbergur Karlsson.
Ásmundur Friðriksson lagði fram tillögur um það hvernig mætti nýta það fjármagn sem kom með samningi sem gerður var við Vegagerðina vegna bættar þjónustu, upplýsinga og áætlunar milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins.
Stjórn Sambandsins samþykkir þessar tillögur og leggur til að farin verði leið 1 í tillögunum.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningum.
Þorbergur kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála.
Stjórn S.S.S. ákveður að næsti stjórnarfundur verði helgaður almenningssamgöngum á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóra falið að boða lögfræðinga S.S.S., verkefnastjóra VSÓ ásamt verkefnastjóra Strætó b.s. á fundinn.
2. Bréf dags. 10. 01.2013 frá Hjálmari Árnasyni f.h. Keilis – frestað frá síðasta fundi.
Stjórn S.S.S. samþykkir þetta samkomulag með áorðnum breytingum.
3. Fjárhagsáætlanir sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2013. Afgreiðslur sveitastjórna.
a) Bréf dags. 20.12.2012 frá Reykjanesbæ.
b) Bréf dags. 29.11.2012 frá Grindavíkurbæ.
c) Bréf dags. 10.01.2013 frá Sandgerðisbæ.
d) Bréf dags. 10.01.2013 frá Sveitarfélaginu Garði.
e) Bréf dags. 28.01.2013 frá Sveitarfélaginu Vogum.
Fjárhagsáætlun S.S.S. hefur verðið samþykkt í öllum sveitarfélögin og hefur tekið gildi.
4. Fundargerð Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, dags. 10.01.2013.
Lögð fram.
5. Vetrarfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Stjórn S.S.S. ræddi fundarefni Vetrarfundarins sem haldinn verður föstudaginn 15. febrúar, kl. 14:00. Fundurinn verður helgaður málefnum fatlaðs fólks. Lögð var lokahönd á vinnu vegna dagskrá fundarins.
6. Önnur mál.
Drög að Sóknaráætlun Suðurnesja lögð fram. Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra að vinna áætlunina áfram og leggja fram á næsta stjórnarfundi til samþykktar stjórnar.
Næsti fundur stjórnar verður haldinn miðvikudaginn 20. febrúar, kl. 16:30.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19:30