fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

665. fundur SSS 7. október 2013

Árið 2013, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum mánudaginn 7. október, kl. 18:30 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Gunnar Þórarinsson formaður, Ásgeir Eiríksson, Ólafur Þór Ólafsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, Einar Jón Pálsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Gestur fundarins undir fyrsta lið var Unnar Steinn Bjarndal.

Dagskrá:

1. Bréf dags. 02.10.2013 frá Stefáni Erlendssyni f.h. Vegagerðarinnar.
Stjórnin ræddi erindið og ákveðið var að fela lögmanni S.S.S., Unnari Steini Bjarndal að svara erindinu.

2. Undirbúningur aðalfundar 2013.
Undirbúningur aðalfundar ræddur af stjórn.

3. Önnur mál.
Fyrsti stjórnarfundur S.S.S. eftir aðalfund verður fimmtudaginn 24.október kl. 17:00.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 20:10.