728. stjórnarfundur SSS 14. febrúar 2018
Árið 2018, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 14. febrúar, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.
Mætt eru:Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Einar Jón Pálsson, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.
1. Samkomulag um uppgjör- Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Um er að uppgjör vegna A-deildar lífeyrissjóðsins Brúar. Upp frá árinu 1990 kom umræða um að loka þyrfti þágildandi lífeyris kerfi opinberra starfsmanna sem var ekki sjálfbært og kallaði á aukin viðbótarframlög launagreiðanda. Leiddi það af sér að hannað var nýtt lífeyriskerfi fyrir opinbera starfsmenn eða svokallað A-deildarkerfi. Ekki liðu mörg ár þar til að kom í ljós að hið nýja A-deildarkerfi var ekki byggt á nægjanlega traustum heimildum, myndast hafði ófjármagnaður halli. Þessi halli hefur aukist þrátt fyrir aukin framlög launagreiðanda til sjóðsins. Í kjölfar samþykktar stöðuleikasáttmálans þ. 25. júní 2009 fóru málin í alvöru að þróast en þar segir að:
„Ríkisstjórn, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins munu í sameiningu taka lífeyrismál og málefni lífeyrissjóða til umfjöllunar. Farið verður yfir málin frá grunni án skuldbindinga og fjallað um framtíðarsýn í þessum málaflokki. Að óbreyttu hvílir sú lagaskylda á sjóðnum að endurskoða fjármögnum þeirra og/eða skerða réttindi sjóðsfélaga. Aðilar eru sammála um að gera ráðstafanir til að unnt sé að fresta slíkum ákvörðunum að sinni á meðan unnið er að heildarendurskoðun“.
Nú hefur verið innleitt nýtt kerfi og þar með hefur því markmiði verið náð að hafa eitt samræmt og sjálfbært lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn til framtíðar litið og þannig komið í veg fyrir að ófjármagnaðar skuldbindingar safnist upp hjá m.a. sveitarfélögum. Gert var samkomulag við ríkisvaldið um að það tæki á sig meira en þriðjung samanlagðra heildarlífeyrisskuldbindinga sveitarfélagna hjá A-deildum LSR og Brúar, gegn því að sveitarfélögin gerðu upp skuldbindingar sínar vegna A-deildar Brúar.
Uppgjör sveitarfélagnanna vegna S.S.S. skiptist því á eftirfarandi hátt:
a. 7.032.447 kr. í jafnvægissjóð sem ráðstafað skal til að koma áfallinni stöðu A-deildar Brúar í jafnvægi miðað við 31.05.2017
b. 11.515.194 kr. í lífeyrisaukasjóð til að mæta framtíðarskuldbindingum vegna lífeyrisauka þeirra sjóðfélaga sem eiga rétt á honum.
c. 1.238.839 kr. í varúðarsjóð sem ætlað er að styðja við lífeyrisaukasjóð.
Samtals er þessi upphæð kr. 19.786.481,- Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum greiddi út laun starfsmanna annarra félaga m.a. Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja allt til ársins 2016. Uppgjörsskuld S.S.S. er því tilkomin að hluta til vegna einhverra starfsmanna þeirra fyrirtækja. Framkvæmdastjóra S.S.S. var falið að kalla eftir nafnalista frá Brú.
Skuldin skiptist með eftirfarandi hætti:
SSS-Heklan 26.172.080 52,13% 10.314.086
HES 22.550.348 44,91% 8.886.807
BS 1.485.932 2,96% 585.587
50.208.360 100,00% 19.786.480
Skipting á milli sveitarfélaganna er með eftirfarandi:
SSS HES BS Samtals
Reykjanesbær 7.106.516 6.123.106 503.605 13.733.227
Grindavík 1.337.902 1.152.761 0 2.490.662
Sandgerði 712.793 614.156 0 1.326.949
Garður 657.839 566.806 46.618 1.271.262
Vogar 499.036 429.979 35.364 964.379
10.314.086 8.886.807 585.587 19.786.480
Stjórn S.S.S. samþykktir að undirrita samkomulag við Brú um uppgjör. Það sem ekki er heimilt að endurskoða fjárhagsáætlun S.S.S. er framkvæmdastjóra falið að innheimta sveitarfélögin fyrir sínum hlut miðað við ofangreinda skiptingu.
2. Samningur um atvinnu- og byggðaþróun – endurnýjun samnings við Byggðastofnun.
a. Starfsáætlun Heklunnar 2018 (í samræmi við fyrrgr.samning).
Samningur og starfsáætlun Heklunnar 2108 samþykkt.
3. Sóknaráætlun Suðurnesja.
a. Árleg greinargerð Sóknaráætlunar Suðurnesja 2017 til Stýrihóps Stjórnarráðsins.
Lögð fram.
b. Tillaga að þjónustukönnun fyrir þjónustuhóp aldraðra (áhersluverkefni).
Stjórn S.S.S. samþykkir tillögu þjónustuhóps aldraðra sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurnesja.
c. Greinargerð Samráðshóps um stöðu Sóknaráætlunar Suðurnesja 2015-2019.
Lagt fram.
d. Staða ímyndarverkefnis – afrit af kynningu frá HN.
Lagt fram.
Framkvæmdastjóra S.S.S. falið að taka saman tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja 2018 og leggja fram á næsta stjórnarfundi.
4. Fundargerð Heklunnar nr. 62, dags. 02.02.2018.
Fjöldi atvinnulausa á Suðurnesjum vekur furðu stjórnar S.S.S. Framkvæmdastjóra falið að taka saman dýpri greiningu á samsetningu hópsins.
5. Fundargerð Reykjanes Geopark nr. 41, dags. 02.02.2018.
Lagt fram.
6. Erindi frá RR ráðgjöf vegna sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðis, dags. 26.01.2018.
a. Erindi vegna Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
b. Erindi vegna Menningarráðs Suðurnesja.
c. Erindi vegna Heklunnar atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Framkvæmdastjóri S.S.S. hefur fengið tilboð frá Sesselju Árnadóttur lögfræðingi hjá KPMG vegna vinnu við breytingar á samþykktum S.S.S. Bent hefur verið á að hægt sé að sækja um styrk til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna kostnaðar á breytingum samþykkta vegna sameiningar Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs.
Stjórn S.S.S. samþykkir tilboð og felur framkvæmdastjóra að láta uppfæra samþykktir S.S.S. Verða þær lagðar fyrir til formlegra samþykkta á næsta aðalfundi S.S.S. sem haldinn verður fyrir 15.september 2018.
7. Fundargerð Þekkingarseturs Suðurnesja nr. 24, dags. 13.12.2017.
Lagt fram.
8. Fundargerðir verkefnaráðs Suðurnesjalínu 2.
a. Fundargerð nr. 1, dags. 29.11.2017.
b. Fundargerð nr. 2, dags. 20.12.2017.
Lagðar fram.
9. Vorfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Lagt er til að vorfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verði haldinn föstudaginn 23.mars. kl.15:00. Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að dagskrá.
10. Önnur mál.
Framkvæmdastjóra S.S.S. falið að óska eftir fundi með Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna almenningssamgangna.
Næsti fundur stjórnar verður 7. mars kl. 08:00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:55.