fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

727. stjórnarfundur SSS 10. janúar 2018

Árið 2018, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 10. janúar, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru:Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Einar Jón Pálsson, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

1. Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja – gestur Halldór Jónsson forstjóri H.S.S.

Forstjóri H.S.S. greindi stjórn S.S.S. frá helstu verkefnum stofnunarinnar, fór yfir fjölgun íbúa, samsetningu þeirra með tilliti til aldurs og uppruna.  Fór forstjórinn jafnframt yfir skiptingu verkefna hjá H.S.S. Fram kemur í máli forstjóra að gert sé ráð fyrir að fleiri sérfræðilæknar komi til starfa 1.febrúar n.k.  Einnig að búið sé að fullmanna sálfélagslegt teymi hjá stofnuninni. Stofnunin hefur hafið samtal við Reykjanesbæ um samþættingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Standa vonir til þess að hægt sé að ræða við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum í framhaldi. Hins vegar sé staðan sú að vöntun sé á læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á landsvísu. Húsnæðismál stofnunarinnar eru ekki góð og einnig vantar fjármuni í endurnýjun tækja. 

Ljóst er að fjármunir til stofnunarinnar hafa ekki á nokkurn hátt fylgt fjölgun íbúa á svæðinu. Fjölgun íbúa á Suðurnesjum frá 1.1.2016 til 31.12.2017 er nálægt 15% en í fjárlögum ársins 2018 er í reiknuð raunhækkun til H.S.S. aðeins 1%.

Stjórn S.S.S. felur framkvæmdastjóra S.S.S. að koma þeim skilaboðum til heilbrigðisráðherra að fjárlög til heilbrigðismála á Suðurnesjum séu ekki takt við fjölgun íbúa á svæðinu og nauðsynlegt sé að taka tillit til þess við útdeilingu fjármagns. Framkvæmdastjóri S.S.S. hefur þegar óskað eftir fundi með ráðherra.

2. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 06.11.2017, v.upplýsingagjafar sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Framkvæmdastjóra falið að áframsenda erindið til Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

3. Bréf frá Fjáreigendafélagi Grindavíkur, dags. 31.10.2017. Erindi, beiðni um styrk.+

Stjórn S.S.S. hafnar erindinu. 

4. Uppbyggingarsjóður Suðurnesja.

a. Fundargerð nr. 9, dags. 21.09.2017.

b. Fundargerð nr. 10, dags. 27.11.2017.

c. Fundargerð nr. 11, dags. 29.11.2017.

Lagt fram.

5. Sóknaráætlun Suðurnesja – samantekt um starfsgreinakynninguna 2017.

Stjórn S.S.S. þakkar fyrir góða kynningu og samantekt.

6. Bókanir vegna bilunar í flutningskerfi Landsnets.

a. Bókun frá Sandgerðisbæ, dags. 10.11.2017.
b. Bókun frá Sveitarfélaginu Garði, dags. 09.11.2017.

Lagt fram.

7. Fundargerð Reykjanes Geopark nr. 40, dags. 08.12.2017.

Lagt fram.

8. Fundargerð Heklunnar nr. 61, dags. 08.12.2017.

Lagt fram.

9. Almenningssamgöngur.

a. Bókun frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, dags. 14.11.2017.

b. Afrit af fundargerð starfshóps um almenningssamgöngur nr. 18, dags.24.11.2017 ásamt ábendingum frá Ásgeiri Eiríkssyni.

a) Stjórn S.S.S. þakkar Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir erindið.  Stjórnin tekur undir bókun Stúdentaráðs þar sem fram kemur að mikið sé í húfi enda séu góðar samgöngur frumforsenda þess að öflugt þekkingarumhverfi þrífist á Suðurnesjum. Stjórn S.S.S. hefur tryggt samgöngur út árið 2018 en mun horfa til þessa erindis í áframhaldandi vinnu. 

b) Lagt fram.

10. Önnur mál.

Erindi barst frá Öldungaráði Suðurnesjum með tölvupósti þann 9.janúar.  Óskar Öldungaráðið eftir aðkomu stjórnar S.S.S. í opnum fundi um heilbrigðismál á Suðurnesjum.

Stjórn S.S.S. mun á Vetrarfundi sínum ræða þjónustu ríkisins á vaxtarsvæðum, eins og Suðurnesin eru.  Þar munu m.a. heilbrigðismál verða rædd.  Stjórn S.S.S. mun bjóða fulltrúum Öldungaráðsins að sitja fundinn undir þeim lið. 

Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum barst erindi frá Lífeyrissjóðnum Brú en um er að ræða samkomulag um uppgjör vegna jafnvægissjóðs, lífeyrisauka og varúðarsjóðs. Heildargreiðslur Sambandsins vegna þessa eru kr. 19.786.481,-

Framkvæmdastjóri hefur óskað eftir sundurliðun vegna greiðslunnar. 

Afgreiðslu frestað.

Næsti fundur stjórnar verður 14. febrúar kl. 08:00.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20.