fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Útflutningsaðstoð Íslandsstofu

Sarfsemi Íslandsstofu er viðamikið og meðal þess sem unnið er að er að aðstoða íslensk fyrirtæki í útflutningi. Miðvikudaginn 30. apríl stóð Markaðsstofa Reykjaness auk Heklunnar og SAR fyrir morgunverðarfundi þar sem Íslandsstofa kynnti sína þjónustu. Á fundinum fór Björn H. Reynisson, verkefnastjóri iðnaðar og þjónustu yfir þá þjónustu sem Íslandsstofa býður uppá er við kemur útflutningi (námskeið, ráðgjöf og aðstoð á markaði) og jafnframt fór hann yfir nokkra punkta um hvað þarf að hafa í huga þegar halda á í útflutning og stunda viðskipti erlendis. 
Kynning Björns má nálgast hér en aðilar sem hyggja á útflutning eru hvattir til að kynna sér þjónustu Íslandsstofu og aðstoð þeirra sem þar starfa.