fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Gerð viðskiptasamninga á erlendum markaði

Hvað þarf að hafa í huga þegar fyrirtæki gerir samning á alþjóðamarkaði?  Hvernig getur fyrirtæki komið í veg fyrir mistök? Hvað eiga sölu-, umboðssölu og dreifingarsamingar sameiginlegt? Allt eru þetta atriði sem skipta miklu máli í gerð samninga á alþjóðamarkaði.
 
Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofu í gerð viðskiptasamninga á erlendum markaði þar sem farið verður yfir mikilvægustu atriði sem þarf að hafa í huga þegar slíkir samningar eru gerðir.  Lögð verður áhersla á að svara mikilvægustu atriðum varðandi sölu-, umboðssölu- og dreifingarsamningum. Lögð verður áhersla á að svara hverjar séu helstu hættur, mikilvægustu ákvæðin og hagnýtar leiðir til þess að draga úr óskýrleika og áhættu varðandi samninga.
 
Hafliði K. Lárusson lögfræðingur, mun stýra vinnustofunni. Hann hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf á sviði alþjóðlegs viðskiptaréttar og hefur starfað sem lögmaður á því sviði á bandarískum, enskum og íslenskum lögmannsstofum í London. Hafliði sérhæfir sig í ritun alþjóðlegra viðskiptasamninga, þar á meðal sölu-, umboðs- og dreifingarsamninga.
 
Vinnustofan fer fram fimmtudaginn 8. maí kl. 08:30 – 12:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Aðgangseyrir er 7.900 kr. Skráning fer fram á islandsstofa@islandsstofa.is
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
 
Nánari upplýsingar veita:
Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is.
 
Skilmálar:
Athugið að aðeins verður hægt að skrá takmarkaðan fjölda frá hverju fyrirtæki. Ekki er hægt að fá endurgreitt sólarhring fyrir viðkomandi vinnustofu.