fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Vinnustofa um samstarf í markaðsmálum

Góð þátttaka var á vinnustofu um framtíð og samstarf í markaðssetningu sem haldinn var í morgun. 
Á fundinum fór Inga Hlín yfir markaðssetningu Íslandsstofu og Þuríður yfir starf markaðsstofu Reykjaness og var í kjölfarið kallað eftir þátttöku fyrirtækja og óskað eftir að þau kæmu með hugmyndir um frekara samstarf aðila í markaðsmálum fyrir svæðið og Ísland í heild. 
Lagt var upp með að svara þremur spurningum:
Hvernig lítur árangur í ferðaþjónustu út árið 2020?
Hvernig getur við stillt frekar saman strengi í markaðssetningu landshluta og á landsvísu?
Hvernig getum við unnið meira saman og nýtt okkur markaðsstarf Íslandsstofu og Markaðsstofu?
Góðar umræður sköpuðust innan vinnuhópanna og koma hugmyndir þeirra til með að vera nýtt í frekari vinnu innan Markaðsstofu Reykjaness og Íslandsstofu.