fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

671. fundur SSS 20. febrúar 2014

Árið 2014, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 20. febrúar, kl. 17:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru:Ásgeir Eiríksson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Ólafur Þór Ólafsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, Einar Jón Pálsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá:

 

1.    Almenningssamgöngur á Suðurnesjum. – Gestir Hafliði Jónsson, Birna Magnúsdóttir og Einar Kristjánsson.

Einar Kristjánsson fór yfir drög að nýju kerfi.  Stjórn S.S.S. kom með ábendingar um leiðarkerfið og munu ráðgjafar vinna áfram úr þeim.

2.    Fjárhagsáætlanir sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2014. Afgreiðslur sveitastjórna.

a)      Bréf dags. 29.01.2014 frá Reykjanesbæ.

b)      Bréf dags. 20.01.2014 frá Grindavíkurbæ.

c)      Bréf dags. 11.12.2013 frá Sandgerðisbæ.

d)      Bréf dags. 20.01.2014 frá Sveitarfélaginu Garði.

e)      Bréf dags. 04.12.2013 frá Sveitarfélaginu Vogum.

Fjárhagsáætlun S.S.S. hefur verðið samþykkt í öllum sveitarfélögin og hefur tekið gildi.

3.    Erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 21.01.2014.

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum samþykkir að tilnefna Ólaf Þór Ólafsson í samráðsvettvanginn.

4.    Tölvupóstur dags. 20.01.2014 frá Karitas H. Gunnarsdóttur f.h. Mennta- og menningarmálaráðuneytisins v. endurnýjun menningarsamninga.

Lagt fram.

5.    Bréf dags. 06.01.2014 frá menningarfulltrúum landshlutanna.

Lagt fram.

6.    Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll – Skýrsla frá Heklunni.

Skýrslan lögð fram.  Framkvæmdastjóra falið að senda sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum afrit af skýrslunni. 

7.    Samstarf í menntamálum á Suðurnesjum – Skýrsla frá Expectus (verkefni tengt Sóknaráætlun Suðurnesja).

Framkvæmdastjóri hefur óskað eftir því að stýrihópurinn vinni áfram að forgangsraða verkefnum og leitast við að leggja mat á kostnað við þau.  Stefnt er að því að hópurinn skili af sér fullmótuðum hugmyndum í lok maí.  Stjórn S.S.S. vill þakka öllum þeim er komu að vinnunni fyrir góð störf.  Framkvæmdastjóra falið að senda öllum sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum afrit af skýrslunni.

8.        Þjónusta við fatlað fólk – endurskoðun á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurnesja.

Stjórn S.S.S. vekur athygli á því að samningur um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurnesja í málefnum fatlaðs fólks rennur út um næstu áramót.  Stjórn S.S.S. leggur því til að fengin verði hlutlaus aðili til að taka faglega úttekt á samstarfinu áður en endurskoðun á samningnum fer fram.

9.        Fundargerð Þjónusturáðs Suðurnesja um þjónustu við fatlað fólk nr. 31.

Lögð fram.

10.    Fundargerð Samstarfshóps um fluglest,dags. 14.01.2014.

Lögð fram.

11.    Fundargerð Heklunnar nr. 32, dags. 10.01.2014.

a.      Fundargerð Heklunnar nr. 33. Dags. 14.02.2014.

Lagðar fram.

12.    Starfsáætlun Heklunnar fyrir árið 2014.

Lögð fram.  Framkvæmdastjóra falið að senda sveitarstjórnarmönnum afrit af skýrslunni.

13.    Afrit af bréfi dags.17.01.2014 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til Innanríkisráðuneytisins – viðbótaábendingar við frumvarp til laga um fólksflutninga.

Lagt fram.

14.    Afrit af bréfi dags 23.12.2013 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til Umhverfis-og samgöngunefndar – umsögn um frv. Um breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Lagt fram.

15.    Tölvupóstur dags. 04.02.2014 frá Nefndarsviði Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um sóknaráætlun skapandi greina til þriggja ára, 267.mál. http://www.althingi.is/altext/143/s/0503.html

Lagt fram.

16.  Tölvupóstur dags. 17.01.2014 frá Nefndarsviði Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögreglulögum, 251.mál. http://www.althingi.is/altext/143/s/0459.html

Lagt fram.

17.  Tölvupóstur dags. 17.01.2014 frá Nefndarsviði Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, 250.mál. http://www.althingi.is/altext/143/s/0458.html

Lagt fram.

18.    Bréf dags. 10.02.2014 frá Innanríkisráðuneytinu v. Samgöngumála, samráð við landshlutasamtök sveitarfélaga vegna endurskoðunar tólf ára samgönguáætlunar 2015-2026 og fjarskiptaáætlunar 2015-2026.

Lagt fram. Framkvæmdastjóra falið að finna til gögn vegna samgönguáætlunar, sem tekin voru saman á síðasta aðalfundi S.S.S.

19.    Önnur mál.

Dagskrá Vetrarfundar ákveðin, fundurinn verður haldinn föstudaginn 28.mars, kl. 14:00.  Framkvæmdastjóra falið senda sveitarstjórnarmönnum fundarboð ásamt dagskrá. 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn fimmtudaginn 6. mars, kl. 17:00. 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:53.