fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Tengjum ríkið

Tengjum ríkið er ráðstefna um stafræna framtíð hins opinbera og fer fram í Hörpu þann 22. september 2022 frá 12.30-17.

Aðal fyrirlesari að þessu sinni verður Kevin Cunnington fyrrum forstjóri GDS (Government Digital Services) í Bretlandi en hann er einn þeirra sem hefur leitt stafræna þróun hins opinbera þar í landi. Kevin Cunnington mun leiða okkur í gegnum nýja rannsókn sem fjallar um hvað það er sem stafrænir leiðtogar þurfa til að ná árangri og helstu hindranir stofnana á stafrænni vegferð. Þá fáum við erindi frá Dr. Silvija Seres en hún sérhæfir sig í stafrænni umbreytingu.

Forskráning er hafin!

Dagskráin er þéttsetin glæsilegum erindum bæði frá stofnunum sem gegna lykilhlutverki í þjónustu við almenning sem og samstarfsaðilum Stafræns Ísland. Ítarlega dagskrá verður kynnt í ágúst en hún verður með sambærilegu sniði og síðustu ár. Aðaldagskrá verður öllum opin en eftir hlé skiptist hún í tvær áherslur. Annars vegar verður áhersla á stafræna þjónustu stofnana og hins vegar kafað á dýptina þegar kemur að þróun

Þátttakendum býðst að skrá sig ýmist í sal eða streymi.