fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

491. fundur SSS 20. september 2001

Árið 2001, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 20. september kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru: Skúli Þ. Skúlason, Sigurður Jónsson, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason,  Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari

Dagskrá:

1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 24/8 ´01, lögð fram og samþykkt.

2. Bréf dags. 10/6 ´01 frá forseta héraðsstjórnar Charente-Maritime ásamt drögum að samstarfssamningi. (Þýðing úr frönsku).  Samningurinn samþykktur og formanni falið að undirrita samninginn.

3.  Bréf dags. í ágúst frá Val Margeirssyni formanni Suðurnesjadeildar SPOEX varðandi styrk til kaupa á ljósaskáp. Afgreiðslu frestað.

4.  Bréf dags. 14/9 ´01 frá Þroskahjálp á Suðurnesjum varðandi fjárstyrk.  Afgreiðslu frestað.

5. Bréf dags. 22/8 ´01 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi samráðshóp sambandsins og landshlutasamtakanna.  Lagt fram.

6. Bréf dags. 24/8 ´01 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi fjármálaráðstefnu 10. og 11. október nk.  Lagt fram.

7. Bréf (afrit) til MOA dags. 7/9 ´01 frá Grindavíkurbæ varðandi skýrsluna “Stefnumótun í ferðaþjónustu á Reykjanesi”. Lagt fram.

8. Bréf dags. 10/9 ´01 frá Eyþingi ásamt ályktunum frá aðalfundi þeirra. Lagt fram.

9. Bréf dags. 10/9 ´01 frá félagsmálaráðuneytinu ásamt ársreikningi Jöfnunarsjóðs.  Lagt fram.

10. Bréf dags. 7/9 ´01 frá fjárlaganefnd þar sem sveitastjórnarmönnum er gefinn kostur á að eiga fund með nefndinni  fimmtudaginn 27. september kl. 8.50.

11. Bréf dags. 6/9 ´01 frá Reykjanesbæ varðandi endurskoðun á launalið fjárhagsáætlunar. Móttekin afgreiðsla bæjarráðs  Reykjanesbæjar.

12. Bréf  dags. 6/9 ´01 frá Sandgerði varðandi endurskoðun á launalið fjárhagsáætlunar.  Móttekin afgreiðsla Sandgerðisbæjar.

13. Viðbygging við F.S. Borist hefur bréf frá viðræðunefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem óskað er eftir samþykki stjórnar SSS og stuðningi við viðræðunefndina um að gerður verði samningur um byggingu 3000 fermetra húsnæðis við FS á grundvelli húsrýmisáætlunar og nauðsynlegar endurbætur á eldra húsæði og að verkið verði boðið út sem allra fyrst. Stjórn SSS samþykkir erindið og að viðræðunefndin haldi störfum áfram.

14. Drög að ársreikningi S.S.S. fyrir árið 2000, fyrri umræða.  Ársreikningar SSS lagðir fram og kynntir.

15. Aðalfundur S.S.S. Kynnt drög að dagskrá og fyrirkomulag rætt.

16. Sameiginleg mál.
Móttekið bréf frá Hjálmari Árnasyni, alþingismanni, varðandi skipulag áfallahjálpar á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við  viðkomandi aðila og kanna ástand mála.  Stjórnin samþykkir að taka málið upp á næsta fundi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.15