fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

729. stjórnarfundur SSS 7. mars 2018

Árið 2018, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 7. mars, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru:Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Einar Jón Pálsson, Guðmundur Pálsson, Ólafur Þór Ólafsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem
jafnframt ritaði fundargerð.

1. Sóknaráætlun Suðurnesja. Tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurnesja.

Stjórn S.S.S. samþykkir að áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurnesja árið 2018 verði eftirfarandi:

a) Uppfærsla á Innviðagreiningu.  Markmið: Lokið var við gerð Innviðagreiningu á síðasta ári.  Á árinu 2018 verður lokið við að uppfæra hana í samræmi við þarfir Íslandsstofu. Einnig verður unnið við að kortleggja dreifingu ferðamanna á Suðurnesjum. Fjárhæð kr. 3.900.000,-

b) Fjarnám í hjúkrunarfræði. Markmiðið er að nemendur búsettir á Suðurnesjum hafi tækifæri til að stunda háskólanám í heimabyggð. Einnig að nemendur geti hafið nám og klárað það og þannig stuðlað að hærra menntunarstigi og að auka framboð einstaklinga með þessa menntun á svæðinu. Fjárhæð kr. 4.000.000,-

c) Minnka brottfall úr námi og bjóða upp á menntun í takt við atvinnulífið á svæðinu. Markmið er að minnka brottfall úr námi og hækka menntunarstig á Suðurnesjum. Auka tengsl nemenda við atvinnulífið á svæðinu og undirbúa þá fyrir störf sem standa til boða á Suðurnesjum. Draga úr atvinnuleysi til lengri tíma. Fjárhæð kr. 4.580.00,-

d) Ímynd Suðurnesja. Markmið er að styrkja mynd Suðurnesja með sameiginlegu átaki og sömu skilaboðum í samstarfi hagaðila.  Fjárhæð kr. 12.000.000,-

e) Skráning og uppfærsla á menningarviðburðum á dagatali. Markmiðið er að skrá inn upplýsingar á einum stað um menningarviðburði á Suðurnesjum. Fjárhæð kr. 500.000,-

f) Rannsókn á líðan eldri borgara. Markmið rannsóknarinnar er að leggja mat á heilsu, líðan og lífsgæði aldraðra á Suðurnesjum. Fjárhæð kr. 3.800.000,-

g) 3-D líkan. Markmið er að fá yfirsýn fyrir tilgreind svæði og sjá hvaða áhrif nýjar framkvæmdir hafa á þau svæði áður en til framkvæmdanna kemur.  Fjárhærð kr. 3.500.000,-

h) Að auka sýnileika Geopark innan Suðurnesjanna. Markmiðið er að auka vitund íbúa um starf og markmið Reykjanes Geopark. Á sama tíma eykst vitund íbúa um jarðsögu, náttúru og sögu svæðisins. Fjárhæð kr. 9.000.000,-

i) Nýsköpun -start-up.  Markmið er að efla nýsköpun og aðgang frumkvöðla og fyrirtækja að stuðningsumhverfinu. Fjárhæð kr. 1.458.000,-

2. Erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 28.febrúar 2018.  Beiðni um umsögn um frumvarp til breytingar á sveitarstjórnarlögum, 190 mál. 

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0264.html
Lagt fram.

3. Erindi frá nefndarsviði Alþingi dags. 28.02.2018. Beiðni um umsögn á tillögu til þingsályktunar um millilandaflugvöll um Hornafjarðarflugvöll, 149.mál.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0222.html

Lagt fram.

4. Fjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum – samantekt.

Stjórn S.S.S. hefur áhyggjur af samsetningu þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá og telur rétt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á málaflokknum leiti leiða til þess að fækka þeim sem eru án atvinnu. Framkvæmastjóra S.S.S.er falið að bjóða forstöðumanni Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum á fund stjórnar.  

5. Vetrarfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Framkvæmdastjóra falið að leggja lokahönd á dagskrá og senda út til þátttakenda.

6. Önnur mál.

Framkvæmdastjóri S.S.S. sagði frá fundi með Velferðarnefnd Alþingis um málefni Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.  Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fundi með Heilbrigðisráðherra. 

Næsti fundur stjórnar verður 11. apríl kl. 08:00.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:20.