Aukaúthlutun Vaxtarsamnings Suðurnesja
Vaxtarsamningur Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum í hluta þeirra fjármuna sem sjóðurinn hefur til úthlutunar á grundvelli samnings milli Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Styrkhæf verkefni eru þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Skilyrði úthlutunar er að viðkomandi verkefni feli í sér samstarf þriggja eða fleiri fyrirtækja og falli að markmiðum samningsins sem og verklagsreglum um úthlutun. Styrkir geta verið allt að 50% af styrkhæfum kostnaði einstakra verkefna, gegn mótframlagi þátttakenda.Til ráðstöfunar eru 8 milljónir króna.Skilgreining á styrkhæfum kostnaði, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á vefsíðu Vaxtarsamnings vaxtarsamningur.heklan.isUmsóknarfrestur er til kl. 16, miðvikudaginn 30. apríl 2014.Umsóknum skal skilað á netfangið vaxtarsamningur@heklan.is.