fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Húsnæði fyrir atvinnurekendur í Grindavík

Komið hefur verið á fót þjónustugátt þar sem atvinnurekendur og forsvarsfólk fyrirtækja með starfsemi í Grindavík geta óskað eftir aðstoð við að finna húsnæði fyrir starfsemi sína.

Fyrirtæki geta skráð inn helstu upplýsingar, svo sem tegund starfsemi, lágmarksþörf í fermetrum talið og fjölda starfsfólks hjá fyrirtækinu sem þarf starfsaðstöðu í húsnæðinu.

Forsvarsfólk fyrirtækja sem vantar starfsaðstöðu er hvatt til að skrá fyrirtæki sín í þjónustugáttina og verður eftir fremsta megni reynt að finna laust húsnæði eða aðstöðu.

Þjónustugáttin er hluti af starfsemi þjónustumiðstöðvar Grindvíkinga í Tollhúsinu við Tryggjagötu. Þar verða jafnframt verkefnastjórar Heklunnar og SSS með starfsaðstöðu og veita fyrirtækjum aðstoð.