fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Íbúar í Vogum hamingjusamastir

Íbúar í Vogum eru hamingjusamastir skv. nýrri könnun sem unnin var af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi en þar var skoðuð afstaða íbúa einstakra landshluta til ýmissa þátta sem telja má meðal mikilvægustu búsetuskilyrða heimila. Könnunin var unnin fyrir Suðurland, Reykjanes, Vestfirði og Norðurland vestra og er gerður samanburður á þessum landsvæðum.

  • Ánægja var mest með sveitarfélögin á Akranesi og í Hvalfirði, Grindvíkurbæ og á norðanverðum Vestfjörðum. Í því sveitarfélagi, þar sem ánægjan var mest, var hún 17% meiri en þar sem hún var minnst. Ekki var mikill munur á afstöðu kynjanna að þessu leyti þegar horft var til landsvæðanna 19 en unga fólkið var heldur neikvæðara í garð sinna sveitarfélaga en þeir sem búa í sveitum.
  • Íbúar á norðanverðum Vestfjörðum voru ánægðastir með að búa í sínum landshluta, síðan íbúar á Akranesi og í Hvalfirði og Rangárvallasýslum. Aftur var munurinn á afstöðunni ógreinilegur eftir kynferði þátttakenda og jafnvel aldri eða hvort þeir bjuggu í sveitum eða þéttbýli. Ánægjan með norðanverða Vestfirði var 12% meiri en hjá íbúum þess landsvæðis þar sem óánægjan var mest.
  • Líkurnar á að íbúar flytjist á brott á næstu tveimur árum eru minnstar á Akranesi og í Hvalfirði og næst minnstar í Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Líkurnar á að íbúi flytjist frá Akranesi og Hvalfirði eru 17,5% minni en á því landsvæði þar sem hún er mest. Á flestum landsvæðum er unga fólkið lang líklegast til að flytja. Fólk í sveitum sagðist vera frekar ólíklegra til að flytja en það sem býr í þéttbýli.

Íbúðamarkaðurinn, vöru- og þjónustumarkaðurinn og vegamál brunnu helst á þátttakendum og fengu lökustu umsögn þegar spurt var um stöðu 40 þátta er tengjast búsetuskilyrðum. Námsmöguleikar á háskólastigi voru nærri þessum þremur.
Mestur var munurinn á umsögn milli landsvæðanna er varðar ánægju með heilsugæslu en einnig vöruverð og vegakerfi.

Hér má sjá skýrsluna í heild sinni