fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Íslandsstofa kynnir ICELAND ACADEMY

Ný markaðsherferð Íslandsstofu til að kynna Ísland fyrir erlendum ferðamönnum nefnist Iceland Academy. Þetta kom fram á fundi sem Íslandsstofa boðaði til í morgun um samstarf og markaðssetningu erlendis á árinu 2016.

Herferðinni, sem fer formlega af stað 25. febrúar, er ætlað að auka vitund og áhuga á Íslandi sem áfangastað ásamt því að leggja áherslu á ábyrga ferðahegðun erlendra gesta, auka öryggi þeirra og ánægju og stuðla að því að þeir fái sem mest út úr Íslandsferðinni. Herferðin kynnir fyrir ferðamönnum ýmislegt forvitnilegt í íslenskri menningu, siðum og náttúru með örnámskeiðum á vef og samfélagsmiðlum.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Eftir 25.febrúar er hægt að skrá sig í Iceland Academy með því að heimsækja Inspiredbyiceland.com.