Notalegt í nóvember – opið hús í Eldey 20. nóvember kl. 20
Það verður áfram notalegt í nóvember í Eldey frumkvöðlasetri en þar verður opið hús hjá hönnuðum og frumkvöðlum í húsinu á fimmtudögum þar sem kynnast má fjölbreyttri starfsemi í húsinu.
Boðið verður upp á pop-up markað fjölda hönnuða af svæðinu en einnig taka þátt Maris hönnunarklasi Suðurnesja og hönnunarbúðin Kommisary verður opin. Þá verða vinnustofur hönnuða og frumkvöðla opnar og fiskland býður upp á nýstárlegar kræsingar auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar og lifandi tónlist.
Krabbameinsfélag Suðurnesja selur miða í happdrætti en dregið verður úr veglegum vinningum lokakvöldið. Meðal vinninga má nefna hótelgistingu, leikhúsmiða, heilsuvörur og snyrtingu. Þá geta gestir sett nafn sitt í lukkupott en í vinning er hönnun úr húsinu.Ljósmyndastofan Ozzo býður myndatöku á vinnustofu sinni með jólaívafi og sprelli.
Dagskrá Fimmtudagur 20. nóvember• Lifandi tónlist• Maris, hönnunarklasi Suðurnesja• Kommisarý hönnunarbúð• Pop-up markaður hönnuða• Opnar vinnustofur og smiðjur:• Flugvirkjabúðir Keilis• Mýr design• Agnes design• Raven design• Ozzo ljósmyndun• Geosilica• Ljósberinn• Flingur design• Hakkit – stafræn smiðja fyrir eldhuga• Steinbogi kvikmyndagerð sýnir heimildarmyndir• Geosilica kynnir nýjar kísilvörur• Skapaðu skemmtilega jólamynd hjá Ozzo ljósmyndun – opin vinnustofa• Fisland kynnir framleiðslu á fiskisnakki
Opið 20:00 – 22:00.Eldey frumkvöðlasetur, Grænásbraut 506, 235 Ásbrú