fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Samráðsfundur um byggðaáætlun 2017-2023

Byggðastofnun heldur kynningarfund um Byggðaáætlun 2017-2023 fimmtudaginn 6.október, kl. 17:30. Stofnunin leggur mikla áherslu á samráð um tillögugerðina við landshlutasamtök sveitarfélaga, samráðsvettvang þeirra sem og sveitarstjórnarmenn á viðkomandi svæðum.  Almenningi gefst jafnfram kostur á því að koma sínum tillögum á framfæri. Fundurinn verður haldinn í Eldey frumkvöðlasetri, Grænásbraut 506, 235 Keflavíkurflugvelli.
Vakin er athygli á því að Byggðastofnun mun gangast fyrir opnum fundi í Reykjavík þ. 30. september, þar sem kynntar verða niðurstöður sviðsmyndagreiningar fyrir þróun byggðar í landinu næstu áratugi. Í framhaldi af þeirri kynningu verður fundargestum skipt í málstofur til þess að ræða viðbrögð við niðurstöðum og áhrif á byggðaáætlun 2017-2023. Eftirsóknarvert er að fólk úr öllum landshlutum taki þátt í þessum málstofum.
Skrá mig á fundinn