30. fundargerð Svæðisskipulags Suðurnesja
30. fundur Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var fimmtudaginn 7. apríl 2022, kl. 16:00. Fundurinn er haldinn í fundarsal Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Kjartan Már Kjartansson, Laufey Erlendsdóttir, Ásgeir Eiríksson, Fannar Jónasson, Sveinn Valdimarsson, Gunnar Kristinn Ottósson, Guðmundur Björnsson, Lilja Sigmarsdóttir, Magnús Stefánsson, Guðmundur Pálsson, Áshildur Linnet, Guðlaugur H. Sigurjónsson; Jón B. Guðnason og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Forföll boðaði Kristinn Benediksson.
Áshildur Linnet formaður setti fundin og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
- Endurskoðun á Svæðisskipulagi Suðurnesja, Stefán G. Thors
Vinnustofa 2: Íbúðir og samgöngur.
Farið var yfir áætlanir um fjölda íbúa og íbúða. Ljóst er að það þarf að uppfæra þær skv. nýjustu tölum. Hópurinn fór yfir veitur og samgöngur. Rætt var um hvernig hægt væri að stuðla að vistvænni samgöngum.
Nefndir er sammála um að bíða með umfjöllun um veitur þar til skýrsla um jarðvá, sem von er á frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, liggur fyrir.
Næsti fundur nefndarinnar miðast við útgáfudag hennar.
Ekki er fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:30.