369. fundur SSS 29. desember 1994
Árið 1994 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 29. desember kl. 15.00.
Mætt eru: Hallgrímur Bogason, Sigurður Jónsson, Drífa Sigfúsdóttir, Kristbjörn Albertsson, Óskar Gunnarsson, Kristján Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson og Jóhanna M. Einarsdóttir.
Dagskrá:
1. Fundargerð Almannavarnanefndar Suðurnesja frá 28/11 1994, lögð fram.
2. Fundargerðir Bláfjallanefndar frá 8/12 og 15/12 1994, lagðar fram.
3. Fundargerð stjórnar B.S. frá 19/12 1994, lögð fram. Stjórn S.S.S. vekur athygli á að í 3. lið fundargerðarinnar lítur stjórn S.S.S. svo á að fjárhagsáætlun B.S. sé vísað til fjárhagsnefndar S.S.S.
4. Fundargerðir stjórnar D.S. frá 1/12 og 21/12 1994, lagðar fram.
5. Fundargerð stjórnar S.S. frá 20/12 1994, lögð fram.
6. Bréf dags. 14/12 1994 frá Fræðsluráði Reykjanesumdæmis ásamt tillögum um framtíðarskipan þeirra mála sem fræðsluskrifstofan annast nú.
Stjórn S.S.S. þakkar fræðsluráði Reykjaness og fræðslustjóra tillögur um hvernig tilfærslu verkefna fræðsluskrifstofa frá ríki til sveitarfélaga skuli háttað. Það er álit stjórnar S.S.S. að kanna skuli hvort sveitarfélögin á Suðurnesjum geti sameinast um skólamálaskrifstofu sem annast verkefni fræðsluskrifstofu þegar og ef til flutnings grunnskólans til sveitarfélaganna kemur.
7. Bréf dags. 21/12 1994 frá félagsmálaráðuneytinu varðandi lokagreiðslu vegna starfa umdæmanefnda á árunum 1993 og 1994. Lagt fram.
8. Bréf dags. 22/12 1994 frá félagsmálaráðuneytinu ásamt úrskurði félagsmálaráðuneytisins um “hvort meirihluti bæjarstjórnar Keflavíkur-Njarðvíkur-Hafna hafi brotið á rétti minnihlutans til að eiga annan fulltrúa bæjarins í stjórn Heilsugæslu og Sjúkrahúss Suðurnesja af tveimur”.
Úrskurðarorð:
Tilnefning fulltrúa Keflavíkur-Njarðvíkur-Hafna í stjórn Heilsugæslu og Sjúkrahúss Suðurnesja, sem fram fór á fundi stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hinn 11. ágúst 1994, er ógild.
Ný tilnefning mun berast fyrir næsta fund stjórnar.
9. Svör sveitarstjórna við bréfi S.S.S. frá 9. des. s.l. varðandi
D-álmu. Sveitarfélögin öll samþykkja fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög.
Óskar Gunnarsson vék af fundi.
10. Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum (framhald, atvinnu-þróunarmál o.fl.). Málið rætt og lagðir fram minnispunktar um atvinnumál.
11. Tillögur að fjárhagsáætlun S.S.S. 1994. Rætt um gerð fjárhagsáætlunar.
12. Sameiginleg mál.
Engin bókuð mál tekin fyrir undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00.