fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

444. fundur SSS 1. september 1998

Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum þriðjudaginn 1. september kl. 13.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.
Fulltrúi Reykjanesbæjar boðaði forföll og varamaður er fluttur af svæðinu.

Dagskrá:

1. Skipulagsbreytingar á samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Í framhaldi af sambandsfundi á Flug hóteli 20. ágúst s.l. og umræðna sem átt hafa sér stað í kjölfar hans, ákveður stjórn að leggja ekki fram tillögu að skipulagsbreytingum á samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum á aðalfundi S.S.S. sem haldinn verður í Vogum 11. – 12. sept. n.k.  Stjórn telur þó fulla ástæðu til að ræða samstarf sveitarfélaganna á fundinum undir sérstökum lið.  Í framhaldi af þessari ákvörðun er nauðsynlegt að sveitarfélögin tilnefni fulltrúa í stjórn S.S.S. eins og samþykktir gera ráð fyrir og felli úr gildi framlengingar á umboði núverandi stjórnar.

2. Aðalfundur S.S.S.
Farið yfir dagskrá fundarins og 20 ára afmælisfagnað um kvöldið.

3. Sameiginleg mál.
Rætt um nauðsyn þess að þau sveitarfélög sem ekki hafa afgreitt gjaldskrártillögu H.E.S., flýti því eins og hægt er.

Fleira ekki gert og fundi slitið.