454. fundur SSS 28. janúar 1999
Árið 1999 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 28. janúar kl. 15.00.
Mætt eru: Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Þóra Bragadóttir, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fundargerðir Bláfjallanefndar dags. 10/12 1998 ásamt gjaldskrá og samþykktum. Samþykkt.
2. Fundargerðir Launanefndar SSS nr.207 til 213, lagðar fram og samþykktar.
3. Fundargerð Starfskjaranefndar SFSB og SSS frá 8/12 1998 lögð fram og samþykkt.
4. Bréf dags. 10/12 1998 frá framkvæmdastjórn Árs aldraðra 1999 varðandi fundi á ári aldraðra. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.
5. Bréf dags. 20/11 1998 frá Fornleifastofnun Íslands, svæðisskráning fornleifa á Suðurnesjum ásamt kostnaðaráætlun. Erindinu vísað til næstu fjárhagsáætlunar.
6. Bréf dags 30/12 1998 frá félagsmálaráðuneytinu, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa/varafulltrúa í svæðisráð um málefni fatlaðra.
Aðalmaður: Svava Pétursdóttir Sandgerði
Varamaður: Einar Guðberg Reykjanesbæ.
7. Bréf dags 15/12 1998 frá DS varðandi úttekt heilbrigðisráðuneytisins á hagkvæmni á sameiningu Garðvangs og SHS. Stjórn SSS felur framkvæmdastjóra að rita ráðuneytinu bréf og vekja athygli á að samkvæmt áðurnefndu samkomulagi var gert ráð fyrir að sveitarfélögin kæmu að þessu máli og jafnframt að óska eftir upplýsingum um stöðu þess.
8. Bréf dags. 15/1 1999 frá Kjalarnesprófastdæmi, varðandi ósk um fund til kynningar á undirbúningi verkefna og hátíðahalda í tilefni kristnitökuafmælis 1999 og 2000 innan Kjalarnesprófastdæmi. Stjórnin samþykkir að verða við ósk prófastdæmisins um fund.
9. Bréf dags 16/12 1998 frá Samb.ísl.sveitarfélaga varðandi skiptingu landsins í bókasafnsumdæmi. Meirihluti stjórnar SSS gerir ekki athugasemd að fyrirhugaðri skiptingu landshluta í bókasafnsumdæmi. Fulltrúi Grindavíkur er þó andvígur þeirri þróun að hverfa aftur til fyrirkomulags héraðsbókasafna.
10. Bréf dags. 9/12 1998 frá umhverfisráðuneytinu, varðandi fyrirhugaða náttúrustofu í Reykjaneskjördæmi. Málinu frestað til næsta fundar.
11. Bréf dags. 9/12 1998, 4/1 og 7/1 1999 varðandi sjálfseignarfélagið Dýraspítali Watsons, lagt fram.
12. Bréf (afrit) dags. 2/12 1998 frá Grindavíkurbæ varðandi ályktun um skipan ráðgjafanefndar um stofun svokallaðs Landsnets, lagt fram.
13. Bréf dags. 2/12 1998 frá Reykjanesbæ ásamt bókun vegna fyrirhugaðrar stofnunar Landsnets, lagt fram.
14. Bréf dags. 16/1 1999 frá starfsmannafélagi Suðurnesjabyggða og Reykjanesbæjar. Áður en afstaða til fundar verður tekin óskar stjórn SSS eftir greinargerð frá ykkur um hvaða þætti ætti að ræða í slíkum viðræðum þar sem í gildi er kjarasamningur til ársins 2000.
15. Fundur um breytingar á kjördæmaskipan. Ákveðið að fundurinn verði 11. febrúar kl.20.oo.
16. Lok breytinga á húsnæði SSS og HES, uppgjörsmál og fl.
Í framhaldi af fyrri samþykktum stjórnar SSS varðandi leigu SSS og HES á húsnæði á Fitjun og skv. leigusamningnum dags. 5/12 1998, ákveður stjórn að SSS taki að láni höfuðstól kr. 12.000.000.-ásamt kostnaði hjá Landsbanka Íslands. Afborgun og vextir nema leiguupphæðinni kr. 150.000.- á mánuði á verðlagi í júni 1998. Jafnframt fer stjórn SSS þess á leit við sveitastjórnirnar að þær ábyrgist lánið fyrir sitt leyti.
17. Sameiginleg mál. Á fundinn barst erindi frá leikfélagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna sýningar á söngleiknum Hamingjuránið. Stjórnin samþykkir fjárstuðninginn að upphæð kr. 25.000.- sem tekinn verður af liðnum sérstök verkefni.
Lögð var fram áskorun Reykjanesbæjar varðandi uppbyggingu menningarmiðstöðva víðs vegar um landið. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum tekur undir árskorun Reykjanesbæjar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18.20