455. fundur SSS 18. febrúar 1999
Árið 1999 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15.00.
Mætt eru: Skúli Skúlason, Sigurður Jónsson, Þóra Bragadóttir, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
1. Fundargerðir Launanefndar S.S.S. nr. 214 – 217 lagðar fram og samþykktar.
2. Fundargerðir starfskjaranefndar SFSB og SSS frá 20/1, 22/1 og 10/2 1999 lagðar fram og samþykktar.
3. Bréf dags. 5/2 1999 frá menntamálaráðherra varðandi menningarhús á landsbyggðinni. Lagt fram.
4. Bréf ódags. frá stúlknakór Tónlistarskólans í Keflavík varðandi fjármögnun ferðar til Bandaríkjanna. Stjórnin sér ekki fært að verða við erindinu.
5. Bréf dags. 8/2 1999 frá SASS þar sem tilkynnt er að aðalfundur SASS verði haldinn 19. og 20 mars n.k. Lagt fram.
6. Bréf dags. 22/1 1999 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi lífeyrissjóðsmál. Lagt fram.
7. Bréf dags. 11/2 1999 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er að áætlað framlag jöfnunarsjóðs er kr. 7.200.000.00. Lagt fram.
8. Bréf dags. 9/2 1999 frá félagsmálaráðuneytinu ásamt reglugerðum. Lagt fram.
9. Bréf dags. 8/2 1999 frá félagsmálaráðuneytinu ásamt tillögum að úthlutun framlaga. Lagt fram.
10. Umsögn um náttúrustofur áður á dagskrá 3/12 1998 og 27/1 1999.
Lögð voru fram drög að umsögn og voru þau samþykkt með áorðnum breytingum.
11. Ár aldraðra – fyrirhugaður fundur.
Ákveðið að fundurinn verði haldinn í Stapa 12. mars. Ákveðið að styrkja verkefnið um kr. 100 – 150.000.- af liðnum sérstök verkefni.
12. Lántaka S.S.S. og H.E.S. vegna húsnæðis framh. frá síðasta fundi.
Sveitarfélögin hafa öll samþykkt að ábyrgjast skuldabréfið. Gengið verður frá skuldabréfinu næstu daga.
13. Sameiginleg mál.
Eyðing vargfugls. Framkvæmdastjóri mun afla gagna varðandi málið fyrir næsta fund.
Bréf dags. 12/2 1999 frá Umhverfisnefnd Alþings ásamt frumvarpi til skipulags- og byggingarlaga, 352. mál, skipulag miðhálendis. Stjórnin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.00.