fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

531. fundur SSS 13. maí 2004

Árið 2004, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 13. maí, kl. 17.00 á Fitjum.

Mætt eru:  Reynir Sveinsson, Björk Guðjónsdóttir, Hörður Guðbrandsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson og Guðjón Guðmundsson framkv.stj. 

Dagskrá:

1. Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra frá 24/3, 14/4 og 28/4 ´04. Samþykktar.
Stjórn SSS felur framkvæmdastjóra að afla nýjustu upplýsinga um biðlista og jafnframt að kanna hvort farið sé að meta skjólstæðinga inn á D-álmu.

2. Fundargerð Starfskjaranefndar S.T.F.S. og S.S.S.  frá 24/3 og 31/3  ´04. Samþykkt.

3. Bréf ódags. frá Verkalýðs- og sjómannafélagi  Keflavíkur og nágr. ásamt tveimur ályktunum um almenningssamgöngur og atvinnumál. Lagt fram.

4. Bréf dags. 16/4 ´04 frá félagsmálaráðuneytinu um reglur jöfnunarsjóðs. Lagt fram.

5. Bréf dags. 24/3 ´04 frá Sandgerðisbæ varðandi þjóðlendur á Suðvesturlandi. Lagt fram.

6. Bréf 26/2 ´04 frá Charente-Maritime um framhald samnings um gagnkvæm samskipti milli Suðurnesja og Charente-Maritime. Stjórn SSS lýsir sig tilbúna til áframhaldandi samstarfs.

7. Bréf dags. 30/3 ´04  frá Sveitarfélaginu Garði varðandi skipan sveitarfélaga.

8. Bréf dags. 1/4 ´04 frá Reykjanesbæ, varðandi skipan sveitarfélaga á starfsvæði S.S.S.

9. Bréf dags. 15/4 ´04 frá Grindavíkurbæ varðandi skipan sveitarfélaga.

10. Bréf dags. 15/4 ´04 frá Sandgerðisbæ varðandi sameiningu sveitarfélaga.

10a)  Bréf dags. 12/5 ´04 frá Vatnsleysustrandarhreppi varðandi skipan sveitarfélaga.
Stjórn SSS vísaði innkomnu erindi frá Nefnd um sameiningu sveitarfélaga til sveitarstjórnanna á svæðinu til umsagnar. Svör hafa borist frá þeim öllum (samanber framangreind bréf). Í ljósi þeirra svara sem fyrir liggja mun stjórn SSS ekki gera tillögu um sameiningu sveitarfélaga á svæðinu að svo komnu máli.

11. Bréf (afrit) dags. 20/4 ´04 frá Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum varðandi aksturpeninga starfsfólks. Sigurður kynnti bókun launanefndar SSS. Stjórn SSS telur að sama þurfi að gildi um allar samreknar stofnanir. Stjórnin telur að ræða þurfi við stjórnir stofnanna og viðkomandi stéttarfélög áður en endanleg ákvörðun er tekin.

12. Bréf dags. 25/3 ´04 frá menntamálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til útvarpslaga o.fl., 337. mál, stofnun hlutafélags, útvarpsgjald o.fl. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

13. Bréf dags. 26/3 ´04 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, 747. mál.  Stjórn SSS tekur undir umsögn Hitaveitu Suðurnesja.

14. Bréf dags. 26/3 ´04 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til raforkulaga, 740. mál, flutningur raforku, gjaldskrár o.fl.  Stjórn SSS tekur undir umsögn Hitaveitu Suðurnesja.

15. Bréf dags. 26/3 ´04 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um Landsnet hf., 737. mál.  Stjórn SSS tekur undir umsögn Hitaveitu Suðurnesja.

16. Bréf dags. 29/3 ´04 frá heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um öldrunarstofnanir, 330. mál.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til tillögunnar.

17. Bréf dags. 2/4 ´04 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um jöfnun flutningskostnaðar á sementi, 690. mál, afnám laganna. Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

18.  Bréf dags. 6/4 ´04 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, 485. mál, sóknardagar handfærabáta.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

19. Bréf dags. 6/4 ´04 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um olíugjald og kílómetragjald o.fl., 849. mál.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

20. Bréf dags. 6/4 ´04 frá sjávarútvegsnefnd Alþingis ásamt frumvarpi  til laga um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, 786. mál, afnám gjalda, og frumvarp til laga um veiðieftirlitsgjald, 787. mál, afnám gjalds.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpanna.
 
21.   Bréf dags. 20/4 ´04 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til sveitarstjórnarlaga, 856. mál, sameining sveitarfélaga, nefndir, ábyrgðir o.fl.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

22. Bréf dags. 23/4 ´04 frá iðnaðarnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, 881 mál.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

23. Bréf dags. 5/5 ´04 frá samgöngunefnd Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar, 283. mál. Stjórnin tekur ekki afstöðu til tillögunnar.

24. Bréf dags. 3/5 ´04 frá Þjónustuhópi aldraðra um breytta starfshætti. Stjórn SSS gerir ekki athugasemd við þá ákvörðun sem kynnt er í bréfinu og lítur svo á að það fyrirkomulag sé tekið upp til reynslu.

25. Bréf dags. 10/5 ´04 frá Bæjarstjórn Garðs um nauðsyn þess að fá skýra afstöðu eignaraðila til lagfæringa og hugsanlegrar stækkunar Garðvangs. Í framhaldi af umræðu var ákveðið að óska eftir fundi með bæjarstjóra Reykjanesbæjar um málið.

26. Bréf dags. 6/5 ´04 frá Sandgerðisbæ um atvinnumál á Suðurnesjum.  Stjórn SSS tekur undir með bæjarstjórn Sandgerðis og minnir á að stjórn SSS hefur ítrekað óska eftir fundi með stjórnvöldum um atvinnumál á svæðinu og nauðsyn mótvægisaðgerða. Það er von stjórnar SSS að ofangreindur fundur geti átt sér stað hið fyrsta.

27.    Sameiginleg mál.  Ósk hefur borist frá Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum um að SSS bjóði upp á kaffi og veitingar við útskrift háskólanema þann 17. júní n.k. Samþykkt að verða við erindinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10