561. fundur SSS 9. september 2006
Árið 2006, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum laugardaginn 9. september 2006, kl. 16.30 í Tjarnarsal, Vogum.
Mætt eru: Steinþór Jónsson, Birgir Örn Ólafsson, Oddný Harðardóttir, Óskar Gunnarsson, Garðar Vignisson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.
Dagskrá:
Óskar Gunnarsson setti fund.
1. Stjórnin skiptir með sér verkum:
Formaður: Steinþór Jónsson
Varaformaður: Oddný Harðardóttir
Ritari: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
Formaður tók við stjórn fundarins og þakkaði traustið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.40.