fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

679. fundur S.S.S. 14. ágúst 2014

Árið 2014, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 14. ágúst, kl. 16:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, Reykjanesbæ.

Mætt eru: Ásgeir Eiríksson, formaður, Gunnar Þórarinsson, Ólafur Þór Ólafsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, Einar Jón Pálsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:

1. Undirbúningur aðalfundar S.S.S.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður haldinn dagana 12.-13. september í Tjarnarsal, Stóru-Vogaskóla, sveitarfélaginu Vogum.  Stjórnin ræddi fundarefni og drög að dagskrá fundarins. 

2. Tölvupóstur dags. 07.07.2014 frá Róbert Ragnarssyni f.h. Grindavíkurbæjar, beiðni um tilnefningu í starfshóp vegna Fisktækniskóla Íslands.
Stjórn S.S.S. samþykkir að tilnefna framkvæmdastjóra S.S.S. í starfshópinn.

3. Ályktun 9. Fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA um loftlags- og orkumál og málefni norðurslóða.
Lagt fram.

4. Tölvupóstur frá Guðjóni Bragasyni dags. 04.07.2014 vegna almenningssamgangna.
Formaður stjórnar S.S.S. sagði frá fundum nefndarinnar en þar var m.a. til umræðu endurgreiðsla olíugjaldsins og frumvarp um almenningssamgöngur sem áætlað er að leggja fram á Alþingi í haust. 

5. Afrit af áskorun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til Innanríkisráðherra v. frumvarps til laga um fólksflutninga á landi.
Lagt fram.

6. Bréf dags. 04.07.2014 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga v. boðun á XXVIII. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

7. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra nr. 91, dags. 18.06.2014.
Stjórn S.S.S. harmar það að 29 einstaklingar bíða eftir hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum.  Málið mun verða rætt á aðalfundi S.S.S. í haust.

8. Tölvupóstur dags. 25.06.2014 frá Sævari Baldurssyni f.h. Ferðamálasamtaka Reykjanes, v. beiðni um skipan varamanns í stjórn.
Stjórn S.S.S. samþykkir að tilnefna Gísla Heiðarson sem varamann í stjórn Ferðamálasamtaka Reykjanes.

9. Afrit af bréfi dags. 09.07.2014 frá Reykjanesbæ, v. skipun í stjórn S.S.S.
Lagt fram.

10. Svör vegna beiðni stjórnar D.S. vegna viðbótafjármagns til reksturs D.S.
a. Bréf frá sveitarfélaginu Garði, dags. 02.05.2014.
b. Bréf frá Reykjanesbæ, dags. 05.06.2014.
c. Bréf frá Sandgerðisbæ, dags. 02.07.2014.
d. Bréf frá sveitarfélaginu Vogum, dags. 09.07.2014.
Lögð fram.

11. Önnur mál.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 17:05.