fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

759. stjórnarfundur SSS 16. september 2020

Árið 2020, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 16. september, kl. 8:00 á skrifstofu S.S.S., Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.

Mætt eru: Einar Jón Pálsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

Einar Jón Pálsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

  1. Kynning frá Reykjaneshöfn á skipaþjónustuklasa í Njarðvíkurhöfn. Gestir: Halldór K. Hermannsson og Þráinn Jónsson framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Stjórn S.S.S. þakkar góða kynningu og lýsir yfir stuðningi við verkefnið. Stjórnin hvetur jafnframt ríkisvaldið til að styðja við verkefnið á allan mögulega hátt enda verkefnið bæði atvinnuskapandi og gjaldeyrisskapandi. Verkefni sem þetta eykur fjölbreytileika atvinnulífs á Suðurnesjum
  2. Aðalfundarboð Fisktækniskóla Íslands 2020, e.d. Stjórn S.S.S. tilnefnir Hjálmar Hallgrímsson sem aðalmann í stjórn Fisktækniskólans og Berglindi Kristinsdóttur til vara. Stjórn S.S.S. þakkar fráfarandi aðalmanni S.S.S., Guðjóni Guðmundssyni fyrir störf hans í þágu skólans en hann hefur setið í stjórn skólans frá upphafi hans.
  3. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 06.06.2020, v. tilnefning í starfrænt ráð sveitarfélaga. Stjórn S.S.S. tilnefnir Kjartan Már Kjartansson og Bergnýju Jónu Sævarsdóttur sem fulltrúa í stafrænt ráð sveitarfélaganna.
  4. Fundargerð Heklunnar nr. 79, dags. 4. september 2020. Lagt fram.
  5. Tölvupóstur dags. 30. ágúst frá Bergný J. Sævarsdóttur f.h. Suðurnesjabæjar vegna bókunar um stöðu í atvinnumálum. Lagt fram. Stjórn S.S.S. lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Tekið er undir bókanir aðildarsveitarfélaganna á Suðurnesjum, þar sem ríkisstjórn Íslands er hvött til að ráðast í aðgerðir til hjálpar einstaklingum og fyrirtækjum sem sóttvarnaraðgerðir vegna Covid hafa bitnað hvað harðast á. Það eru fjölmörg atvinnuskapandi verkefni sem hægt er að ráðast í með litlum fyrirvara og mikilvægt að allir rói í sömu átt til að lágmarka skaðann.
  6. Bréf dags. 1. september 2020 frá Þjóðskjalasafni Íslands. Efni: Málalykill Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þjóðskjalasafn Íslands hefur samþykkt nýjan málalykil fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. S.S.S. eru fyrstu landshlutasamtökin sem hafa skilað inn málalykli og fengið samþykkt rafræn skil á gögnum.
  7. Undirbúningur aðalfundar S.S.S. 2020. Í ljósi sóttvarnarlaga hefur verið tekin ákvörðun um að aðalfundur S.S.S. verði aðeins einn dagur að þessu sinni. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 10. október í Gerðaskóla.
  8. Drög að skýrslu um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka. – Vinnuskjal frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 24.06.2020. Stjórn S.S.S. samþykkir að fela framkvæmdastjóra að senda sameiginlega bókun landshlutasamtakanna fyrir hönd S.S.S.
  9. Önnur mál. Stjórn S.S.S. fagnar drögum að viljayfirlýsingu Vinnumálastofnunar um sköpun starfa.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30.