762. stjórnarfundur SSS 21. október 2020
Árið 2020, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 21. október, kl. 8:00 á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbæ.
Mætt eru: Jóhann Friðrik Friðriksson, Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson, Ingþór Guðmundsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Ingþór Guðmundsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.
Dagskrá:
- Stjórnin skiptir með sér verkum. Formaður: Jóhann Friðrik Friðriksson – Reykjanesbær. Varaformaður: Ingþór Guðmundsson – Sveitarfélagið Vogar. Ritari: Hjálmar Hallgrímsson – Grindavíkurbær. Meðstjórnandi: Laufey Erlendsdóttir – Suðurnesjabær. Samþykkt samhljóða.
- Ályktanir aðalfundar 2020. Framkvæmdastjóra falið að senda ályktunina til samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra sem og að fá fund með viðkomandi ráðherrum til að fylgja málinu eftir. Jafnframt verður ályktunin send þingmönnum kjördæmisins.
- Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2021. Lagt fram til kynningar og vísað til fjárhagsnefndar S.S.S. Stefnt er á að halda sameiginlegan fund í byrjun nóvember.
- Umsögn landshlutasamtaka sveitarfélaga um drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, dags. 9. október 2020. Lagt fram.
- Bréf dags. 13. október 2020 frá SAF. Efni: Beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum. Ferðaþjónusta er einn af lykilatvinnuvegum á Suðurnesjum sem og landsins alls en atvinnutekjur af ferðaþjónustu eru 42% á Suðurnesjum. Stjórn S.S.S. hvetur sveitarfélög til þess að leita allra leiða til að standa með fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna Covid-19.
- Fundargerð stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja nr. 35, dags. 08.10.2020. Lagt fram.
- Fundargerð stjórnar Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness nr. 79, dags. 04.09.2020. Lagt fram. Stjórn S.S.S. lýsir yfir áhyggjum af stöðu fjármögnunar Markaðsstofunnar en núgildandi samningur hennar og Ferðamálastofu rennur út í árslok 2020. Undanfarin tvö ár hefur Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa unnið að undirbúningi og þróun að Áfangastaðastofum (DMO) á landsvísu, en gert hefur verið ráð fyrir að fjármögnun og hlutverk Markaðsstofa landshlutanna yrði sett inn í það form. Mjög mikilvægt er að ljúka samningsgerð sem fyrst til að tryggja samfellu í mikilvægu starfi við markaðssetningu og uppbyggingu ferðaþjónustu sem unnið er hjá Markaðsstofu Reykjaness fyrir landshlutann.
- Önnur mál. Stjórn S.S.S. mun eiga fund með fjárlaganefnd Alþingis n.k. laugardag kl. 10:00.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40.