fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

768. stjórnarfundur SSS 28. apríl 2021

Árið 2021, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðvikudaginn 28. apríl, kl. 8:00 á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesja, Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær. Mætt eru: Jóhann Friðrik Friðriksson, Ingþór Guðmundsson, Laufey Erlendsdóttir, Hjálmar Hallgrímsson og Berglind Kristinsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð. Jóhann Friðrik Friðriksson setti fund og bauð fundarmenn velkomna á fundinn.

Dagskrá:

  • Ársreikningur Sambands sveitarfélag á Suðurnesjum 2020. Gestur: Guðni Gunnarsson endurskoðandi.

Guðni Gunnarson endurskoðandi kom á fundin og fór yfir ársreikning S.S.S. vegna ársins 2020. Halli ársins var kr.14.208.249,- en hann er tilkominn vegna breytinga á reiknuðum lífeyrissjóðsskuldbindingum. Eignir félagsins eru 334.203.397 kr. og er eigið fé jákvætt um 6.708.021,- króna.

Stjórn S.S.S. samþykkir reikninginn samhljóða.

  • Sköpum störf.
    a)fréttatilkynning frá Félagsmálaráðuneytinu.
    b)aðsendgrein frá Ásmundi Friðrikssyni þingmanni Suðurkjördæmis.

Stjórn S.S.S. fagnar framtaki félags- og barnamálaráðherra og hvetur sveitarfélögin og fyrirtæki á svæðinu til þess að ráða inn starfsmenn undir atvinnuátakinu, hefjum störf.

Stjórn S.S.S. veitir framkvæmdastjóra heimild til að ráða einn starfsmann vegna úrræðisins, hefjum störf. Framkvæmdastjóra er einnig veitt heimild til að sækja um stuðning um sumarstörf fyrir námsmenn til Vinnumálastofnunar fyrir a.m.k. tvo námsmenn.

Stjórn S.S.S. tekur vel í hugmyndir er fram koma í grein Ásmundar Friðrikssonar um fjölgun starfa í tengslum við eldgosið í Geldingadölum. Grindavíkurbær hefur nú þegar hafið vinnu við að kortleggja verkefnið í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Unesco Geopark.

Grindavíkurbær hefur einnig gripið til bráðaaðgerða á svæðinu auk þess sem veitt hefur verið fé af fjárheimild Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til uppbyggingar á svæðinu. Mikilvægt er að hugað verði að fyrirkomulagi á svæðinu til langs tíma sem og að gripið verði til nauðsynlegra bráðaaðgerða og skýrari mynd fengin á aðkomu ólíkra aðila til frambúðar.

Svæðið er allt í eigu einkaaðila og réttur og hagsmunir þeirra miklir en á sama hátt eru hagsmunir samfélagsins miklir, bæði hvað varðar aðgang heimamanna að svæðinu og uppbyggingu ferðaþjónustu.

Atvinnu og nýsköpunarráðuneytið hefur skipað hóp til að vinna tillögur til aðgerða en í hópnum eiga sæti fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Áfangastaðastofu Reykjaness, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurnesjum auk Skarphéðins Berg Steinarssonar, ferðamálastjóra, sem stýrir starfi hópsins.

Hópnum er ætlað að skila frumtillögum sínum til starfshóps til verndar innviðum vegna eldsumbrota á Reykjanesi, sem stýrt er af ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, eigi siðar en 30. apríl nk. Lokatillögur hópsins skulu liggja fyrir eigi síðar en 31. ágúst nk.

  • Minnisblað Áfangastofa Reykjaness, dags. 24.03.2021.

Stjórn S.S.S. leggur til að tillaga 2 verði fyrir valinu. Framkvæmdastjóra falið að innleiða breytingarnar og tilkynna ANR um þær. Framkvæmdastjóra falið að vinna erindisbréf vegna þessa og leggja fyrir stjórn S.S.S. Einnig er framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað um hvernig hægt er að auka þjónustu enn frekar við frumkvöðla, nýsköpun og fyrirtæki á svæðinu.

  • Kynningarglærur – fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka með ráðherrum.

Lagt fram til kynningar.

  • Fundargerð Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness nr. 84, dags. 09.04.2021.

Lagt fram.

Stjórn S.S.S. bendir á mikilvægi þess að gerð verði áætlun um uppbyggingu og þróun gestastofu í Grindavík um eldgosið samhliða vinnu við uppbyggingu og þróun gestastofu í Duushúsum sem nú þegar er verið að vinna.

Frá því að teljari Ferðamálastofu var settur upp þann 24. mars hafa rúmlega 59 þúsund manns heimsótt gosstöðvarnar. Gera má ráð fyrir því að sá gestafjöldi muni aukast á næstu mánuðum og árum. Það er því mikilvægt að byggja upp innviði á svæðinu m.a. með því að setja upp gestastofu í nálægð við gosstöðvarnar. Grindavíkurbær hefur lýst yfir vilja til að leggja til húsnæði fyrir slíka gestastofu og er mikilvægt er að ríkisvaldið komi að uppbygginu hennar.

Framkvæmdastjóra falið að óska eftir upplýsingum fyrir stjórn S.S.S. um kostnað við uppbyggingu á gestastofu í Grindavík svo hægt sé að senda erindi þessa efnis til Umhverfisráðherra og ráðherra Ferðamála og nýsköpunar.

  • Fundargerð Reykjanes jarðvangs ses, nr. 58. Dags. 19.03.2021.

Lagt fram.

  • Fundargerð Byggingarnefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja nr. 13, dags. 09.04.2021 auk upplýsinga um fjárhagsstöðu verksins.

Lagt fram. Athygli er vakin á samantekt á fjárhagsstöðu verkefnisins en áætlaður heildarkostnaður verkefnisins er kr. 164.643.731,-

  • Fundargerð Þekkingarseturs Suðurnesja nr. 37, dags. 25.02.2021.

Lagt fram.  

Lagt fram.

  • Aðalfundur Fluglestarinnar ehf.

Stjórn S.S.S. skipar framkvæmdastjóra S.S.S., Berglindi Kristinsdóttur sem fulltrúa sinn í stjórn Fluglestarinnar.

Jafnframt veitir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum kt. 640479-0279 , Berglindi Kristinsdóttur kt.111069-3369, fullt og ótakmarkað umboð til að mæta á aðalfund Fluglestarinnar ehf, þann 18. maí 2021 og fara með þar, þau réttindi þess hluthafa sem umboð þetta tilgreinir, þar á meðal nýta atkvæðisrétt hluthafa á fundinum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:35.