90. fundur Heklunnar
90. fundur Heklunnar, atvinnuþróunarfélags og Markaðsstofu Reykjaness haldinn í fundarsal S.S.S.,
Skógarbraut 945, 262 Reykjanesbær, mánudaginn 5. September 2022, kl. 8:30.
Mætt: Magnús Stefánsson, Fannar Jónasson, Guðmundur Pétursson, Gunnar Axel Axelsson, Pálmi
Freyr Randversson og Berglind Kristinsdóttir. Fundargerð ritaði Berglind Kristinsdóttir.
Fulltrúi Reykjanesbæjar boðaði forföll.
Dagskrá:
1. Stjórnir skiptir með sér verkum.
Að loknum sveitarstjórnarkosningum 2022 hafa borist nýjar tilnefningar til stjórn
Heklunnar frá sveitarfélögunum á Suðurnesjum og eru þær eftirfarandi:
• Styrmir Gauti Fjeldsted frá Reykjanesbæ
• Fannar Jónasson frá Grindavíkurbæ
• Gunnar Axel Axelsson frá Sveitarfélaginu Vogum
• Magnús Stefánsson frá Suðurnesjabæ
Auk þeirra eru í stjórn
• Guðmundur Pétursson frá SAR
• Pálmi Freyr Randversson frá Kadeco
Stjórn Heklunnar skiptir með sér verkum á næsta starfsári:
Magnús Stefánsson formaður, Styrmir Gauti Fjeldsted varaformaður og Fannar Jónasson
ritari.
Samþykkt samhljóða.
2. Hagræn áhrif Suðurnesjalínu 2, kynning á skýrslu.
Magnús Árni Skúlason og Gunnar Haraldsson frá Reykjavík Economic komu á fundinn og fóru
yfir niðurstöður skýrslu sem unnin var fyrir Hekluna um hagræn áhrif af Suðurnesnesjalínu 2.
Í niðurstöðu skýrslunnar segir m.a. „að þegar litið er til þátta er varða efnahagsþróun
Suðurnesja, þá er átt við fólksfjölgun, fjárfestingu, orkuskipti o.þ.h., er mikilvægi
Suðurnesjalínu 2 óumdeilt. Suðurnesjalína 2 er nauðsynleg forsenda þeirra efnahagslegu
þróunar til framtíðar sem reifuð hefur verið í þessari skýrslu. Ef ekki verður af lagningu
hennar verður orkuöryggi sem og orkuafhending dragbítur á slíka þróun.
Suðurnesjalína 1 hefur þjónað íbúum og atvinnulífi Suðurnesja vel á undanförnum áratugum
en vöxtur svæðisins hefur leitt til þess að sú lína tryggir ekki orkuöryggi eða flutning mikið
lengur. Til að hægt sé að nýta mörg þeirra tækifæra og hrinda í framkvæmd þeim
fjárfestingaráforum sem liggja fyrir er ljóst að mikil þörf er á að tryggja raforkuflutning inn á
svæðið. Hagaðilar sem rætt var við og eru í orkutengdum greinum hafa tekið undir slíkt í
viðtölum einum rómi. Þeir lýsa yfir áhyggjum af núverandi stöðu og telja að vaxtartækifæri
fari forgörðum verði orkuöryggi og afhending í uppnámi til framtíðar. Slíkt setur vexti
efnahags Suðurnesja skorður og gæti dregið úr fjárhagslegri velferð íbúa til lengri tíma litið.
Miklir fjárhagslegir og efnahagslegir hagsmunir eru í húfi. Ef ekki verður af lagningu línurnar
er ljóst að ekki verður af fjárfestingu upp á milljarða króna þótt aðeins sé litið til
líftækniiðnaðar og gagnavera.
Þrátt fyrir að ekki yrði farið í ofangreindar fjárfestingar er náttúrulegur vöxtur svæðisins mikill
og er umfram landsmeðaltal. Það þýðir að umtalsverða orku þarf til vegna uppbyggingar
íbúðarbyggðar og vegna orkuskipta á næstu árum. Suðurnesjalína 2 er í forgangi stjórnvalda
varðandi uppbyggingu flutningskerfis raforku. Vöxtur og viðgangur samfélagsins á
Suðurnesjum er háður því að bætt verði úr“.
Stjórn Heklunnar þakkar fyrir góða kynningu en skýrslan verður kynnt sveitarstjórnarfólki á
aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 17. sept. n.k. Framkvæmdastjóra falið að
bjóða ráðherra Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins á aðalfundinn til að hlýða á
kynninguna.
3. Undirritun ársreiknings Markaðsstofu Reykjaness 2021
Rekstrartekjur félagsins námu 43.308.398 kr. á árinu 2022 en hagnaður félagsins nam
3.606.158,- Eignir félagsins námu 9.256.288,- en bókfært eigið fé nam 3.501.790,- eða 37,8%
en var -1,1% á árinu 2020.
Laun og launatengdgjöld standa nánast í stað á milli ára en rekstrartekjur lækka á milli áranna
2021 og 2020. Tekjur á árinu 2021 voru rúmar 43 mkr. en voru 75 mkr. á árinu 2020 en hærri
tekjur á árinu 2020 er tilkomnar vegna einskipti Covid styrks frá ríkisvaldinu.
Stjórn Heklunnar og MR samþykkir ársreikninginn samhljóða.
4. Atvinnuleysistölur
Atvinnuleysi á Suðurnesjum í júlí mánuði var 5,5% en 3,2% á landsvísu. Atvinnuleysi á
Suðurnesjum lækkaði um 0,3% á milli júní og júlí mánaðar. Atvinnuleysið á Suðurnesjum var
mest í Reykjanesbæ eða 5,6%, í Grindavík 3,7%, Suðurnesjabæ 5% en það var minnst í
Sveitarfélaginu Vogum eða 3,6%.
Ekki voru önnur mál á dagskrá.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:50.