Startup Tourism kynntur á Reykjanesi
Isavia, Heklan og Markaðsstofa Reykjaness stóðu fyrir kynningarfundi í hádeginu í dag, 6. nóvember, þar sem kynntur var viðskiptahraðallinn Startup Tourism fyrir nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu.
Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ár hvert eru allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki valin til þátttöku og fá þau tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu.
Dagný Gísladóttir verkefnastjóri hjá Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja opnaði fundinn og kynnti þjónustu félagsins sem býður upp á ráðgjöf og fræðslu til frumkvöðla og fyrirtækja í nýsköpun. Þá fór Gunnar Kr. Sigurðsson markaðsstjóri Isavia yfir markaðssetningu Isavis á Keflavíkurflugvelli og farþegaþróun.
Sunna Halla Einarsdottir frá Icelandic Startups kynnti viðskiptahraðalinn Startup Tourism en markmið hans er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, stuðla að verðmætasköpun og fagmennsku í ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, stuðla að verðmætasköpun og fagmennsku í ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Að lokum sögðu Sigurpáll og Halla eigendur Hjá Höllu frá sínu frumkvöðlastarfi en fyrirtækið opnaði nýverið veitingastað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Fundurinn var sendur út í beinni og hér er hægt að skoða upptökuna.
Opið er fyrir umsóknir í Startup Tourism til 3. desember á www.startuptourism.is. Hraðallinn hefst í janúar og fer fram í Reykjavík.