fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Súpa og styrkir

Kynningarfundur uppbyggingarsjóðs Suðurnesja var haldinn í Kvikunni, Grindavík í hádeginu í gær en þeir sem ekki áttu heimangengt gátu fylgst með fundinum á netinu.

Á fundinum fór Logi Gunnarsson verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðsins m.a. yfir stefnu og áherslur sjóðsins, skipan í úthlutunarnefnd, styrkhæfa verkþætti og framvinduskýrslur.

Uppbyggingarsjóður byggir á Sóknaráætlun Suðurnesja og því er mikilvægt að verkefni styðji við þá stefnumótun sem hagsmunaaðilar á svæðinu hafa unnið fyrir framþróun þess.

Þeir sem hyggjast sækja um styrk í sjóðinn geta fengið ráðgjöf hjá verkefnastjórum SSS Loga logi@sss.is og Dagnýju dagny@ss.is eða kynnt sér málið betur hér á vefnum.