fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Áhrif kvennaverkfalls á þjónustu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja

Þriðjudaginn 24. október hafa á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blásið til heils dags kvennaverkfalls. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun en þó í samráði við sína stjórnendur.

Það er nokkuð ljóst að starfsemi S.S.S. og H.E.S. mun verða fyrir verulegum áhrifum án vinnuframlags þeirra þennan dag enda mynda þau stóran hóp starfsfólks. 

Móttaka S.S.S. og H.E.S verður lokuð þennan dag sem og fellur símsvörun niður. Hægt er að senda póst beint á þá starfsmenn sem eru í vinnu en netföng þeirra er að finna á heimasíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sss.is og á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, hes.is