fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

Vinna við nýja Sóknaráætlun Suðurnesja hafin

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum var haldinn um helgina en þar voru haldin fróðleg erindi auk þess sem vinna við nýja sóknaráætlun fyrir landshlutann hófst með hópavinnu fulltrúa.
Capacent mun stýra vinnunni en drög að áætluninni verða svo sett í samráð á netinu en mikilvægt er að sem flestir hagsmunaaðilar á svæðinu taki þátt.

Sóknaráætlanir landshluta eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Í þeim koma fram stöðumat viðkomandi landshluta, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Í sóknaráætlunum landshluta er mælt fyrir um svæðisbundnar áherslur sem taka mið af meginmarkmiðum byggðaáætlunar, landsskipulagsstefnu, skipulagsáætlunum, menningarstefnu og, eftir atvikum, annarri opinberri stefnumótun

Hér má sjá frekari upplýsingar um Sóknaráætlanir Suðurnesja.