fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

429. fundur SSS 4. desember 1997

 Árið 1997 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suður-nesjum fimmtudaginn 4. desember kl. 15.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnarsson, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð Bláfjallanefndar frá 13/11 ´97 samþykkt og fjárhagsáætlun vísað til fjárhagsnefndar S.S.S.

2. Fundargerðir starfskjaranefndar S.S.S. og S.F.S.B. frá 13/11 og 1/12 ´97 lagðar fram og samþykktar.

3. Bréf dags. 12/11 ´97 frá Sandgerðisbæ, þar sem tilkynnt er að Hörður Kristinsson fulltrúi starfskjaranefndar er fluttur tímabundið úr Sandgerði. Þar sem um tímabundinn flutning er að ræða telur stjórnin ekki nauðsynlegt að tilnefna fulltrúa í hans stað að svo komnu máli. 
Á fundinum kom fram að annar varamaður Halldór Halldórsson er fluttur af svæðinu og í hans stað er tilnefndur Jón Gunnar Stefánsson.

4. Bréf dags. 26/11 ´97 frá Önnu Leu Björnsdóttur íþróttakennara F.S. þar sem óskað  er eftir styrk vegna Ítalíufarar nemenda F.S.  Erindinu hafnað.  Drífa Sigfúsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

5. Bréf dags.  4/11 ´97 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi lífeyrissjóðsmál sveitarfélaga -aðild eldri starfsmanna að A-deild LSR.  Lagt fram.

6. Bréf dags. 28/11 ´97 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi skýrslu Aflvaka h.f.  Lagt fram.

7. Bréf dags. 6/11 ´97 frá Bessastaðahreppi ásamt ályktun vegna samráðsfundar stærstu sveitarfélaganna, laugardaginn 25. september s.l. Lagt fram.

8. Bréf (afrit) dags. 25/11 ´97 frá SSNV ásamt umsögn um skipulags- og byggingarreglugerð.  Lagt fram.

9. Bréf dags. 1/12 ´97 frá Launanefnd sveitarfélaga ásamt niðurstöðu starfsmats.  Gerðar hafa verið athugasemdir við eldri launaflokkaröðun í þeirri launatöflu sem fyrir liggur.  Fulltrúum sveitarfélaganna í starfskjaranefnd er falið að koma athugasemdum til launanefndar Samb. ísl. sveitarfélaga.

10. Bréf dags. 27/10 ´97 frá Skipulagi ríkisins (um skipulags- og byggingareglugerð – áður á dagskrá 6/11 s.l.)  Í framhaldi af yfirferð um skipulags- og byggingareglugerð og kynningarfundi á vegum Skipulags ríkisins og Sambandi ísl. sveitarfélaga 6/11 s.l.  Þar sem fram komu margar athugasemdir telur stjórn S.S.S. eðlilegt að umsagnarfrestur verði lengdur því verði gildistöku Skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 frestað þannig að endurbætt lög og reglugerðir taki gildi á sama tíma.

11. Bréf dags. 7/11 ´97 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um  hollustuhætti, 194. mál, heildarlög.  Stjórn mælir með samþykkt laganna.

12. Bréf dags. 25/11 ´97 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um sveitarstjórnarlög, 26. mál, heiti sveitarfélaga.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

13. Bréf dags. 25/11 ´97 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um sveitarstjórnarlög, 84. mál, sameining sveitarfélaga.  Stjórnin tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

14. Launaþróun og áhrif á fjárhagsáætlanir.
Framkvæmdastjóri ítrekaði nauðsyn þess að ákvörðun yrði tekin með hvaða hætti samreknum stofnunum yrði bættur mismunur fjárhags-áætlunar og niðurstöður kjarasamninga.  Framkvæmdastjóra falið að senda til sveitarfélaganna upphæðir og skiptingu þeirra á stofnanir og tillögur um greiðslufyrirkomulag.

15. Byggingaframkvæmdir og staða mála hjá SHS og HSS.
Jóhann Einvarðsson framkv.stj. SHS og HSS kom á fundinn og ræddi stöðu SHS og HSS.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að gera tillögu um hvernig staðið verði að flýtifjármögnun vegna byggingar D-álmu.

16. Fundur formanna- og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka 20. og 21/11 1997.  Formaður sagði frá fundinum.

17. Sameiginleg mál.
Framkvæmdastjóri lagði fram áætlaða rekstrarniðurstöðu S.S.S. og mun S.S.S. vegna 1998 byggja á henni.

Fleira ekki gert og fundi slitið  kl. .17.50.