fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

436. fundur SSS 2. apríl 1998

 Árið 1998, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 2. apríl kl. 15.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Steindór Sigurðsson, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna María Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Fundargerð starfskjaranefndar S.S.S. og SFSB frá 26/3 1998 lögð fram og samþykkt.

2. Bréf dags. 25/3 1998 frá Gerðahreppi þar sem tilkynnt er að hreppsnefnd Gerðahrepps hefur samþykkt drög að samningi um Brunavarnir Suður-nesja með áorðnum breytingum á 1. lið.

3. Bréf dags. 20/3 1998 frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem fulltrúafundur Skógræktarfélags Íslands telur brýnt að sveitarfélögin á SV – horni landsins stuðli að friðun lands.

4. Bréf dags. 23/3 1998 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt ályktunum frá fulltrúaráðsfundi Samb. ísl. sveitarfélaga sem haldinn var á Egilsstöðum 20-21. mars s.l.  Lagt fram.

5. Tilboð í endurnýjun og breytingar á Fitjum.
Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðenda Fagtré ehf. kr. 9.258.497.

6. Sameiginleg mál.
Á fundinum var lagt fram bréf dags. 30/3 1998 frá Sjálfseignarfélagi Dýraspítala Watson þar sem þess er farið á leit að stjórn S.S.S. skipi tvo menn í Sjálfseignarfélagið.  Sigurði Val Ásbjarnarsyni og Magnúsi H. Guðjónssyni falið að setja aðalfund félagsins 7. apríl n.k.

Mangús H.  Guðjónsson framkvæmdastj. HES mætti á fundinn vegna kjarasamninga við náttúrufræðinga hjá embættinu.
Magnús lagði áherslu á að ósamið væri enn við þessa aðila og óskaði eftir að Launanefnd S.S.S. tæki samningsmálin í sínar hendur.  Stjórn S.S.S. samþykkti að fela launanefnd að kanna málið nánar og afla upplýsinga hjá Reykjanesbæ og hjá Launanefnd sveitarfélaga áður en ákvörðun verður tekin um framhald málsins.

Fleira ekki gert og fundi slitlið kl. 16.15.