fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

445. fundur SSS 9. september 1998

Árið 1998 er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum miðviku-daginn 9. september kl. 10.00.

Mætt eru:  Jón Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Hallgrímur Bogason, Óskar Gunnars-son, Drífa Sigfúsdóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

Dagskrá:

1. Ársreikningar S.S.S. 1997 síðari umræða og afgreiðsla.
Framkvæmdastjóri fór yfir reikningana og útskýrði.  Stjórnin samþykkir reikningana og þeir undirritaðir.

2. Aðalfundur S.S.S.
a)  Rætt um dagskrá fundarins og ályktanir.
b)  Tillögur um fulltrúa í launanefnd.  Fulltrúi Garðs, Vatnsleysustrandarhrepps
       og Reykjanesbæjar sem sitja í stjórn S.S.S.
c)  Tillögur um fulltrúa á samráðsfund Landsvirkjunar.

3. Sameiginleg mál.
Drífa Sigfúsdóttir óskaði bókað.
„Undirrituð telur nauðsynlegt að gerðar verði skipulagsbreytingar á samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum.  Stjórn S.S.S. hefur kynnt á sambandsfundi tillögu sem miðar að markvissari vinnubrögðum, fækkunar nefndarfólks og hagræðingar fyrir samstarfið.
Til stóð að afgreiða tillögur þess efnis á næsta aðalfundi, en ljóst er að ekki er unnt að ná samstöðu um málið.  Undirrituð hvetur næstu stjórn S.S.S. að taka málið upp“.

Launanefnd.
Rætt var um hlutverk og starfsvið Launanefndar S.S.S. í ljósi reynslunnar á s.l. kjörtímabili.  Launanefnd starfar á grundvelli 8. gr. samþykkta fyrir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og gætt hefur mismunandi túlkunar á síðustu málsgrein greinarinnar.  Stjórn S.S.S. telur að síðasta málsgrein 8. gr. þýði að einungis þurfi samþykkt stjórnar S.S.S. til að staðfesta samning sem launanefnd gerir við starfsmenn fyrirtækja og stofnana samstarfsins.  Slíkir samningar þurfi því ekki staðfestingu einstakra sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.45.