fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

473. fundur SSS 6. apríl 2000

            Árið 2000, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 6. apríl  kl. 15.00 að Fitjum.

 

            Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Skúli Þ. Skúlason, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Þóra Bragadóttir og Guðjón Guðmundsson framkv.stj.  

 

Í upphafi fundar minntist formaður Björgvins Lútherssonar sem lést þann 23. mars s.l.   Björgvin starfaði mikið að sveitarstjórnarmálum á Suðurnesjum  og sat í stjórn SSS 1986 til 1994.

 

 

Dagskrá:

 

1.      Heimsókn á HSS.  Framkvæmdir við D – álmu skoðaðar undir leiðsögn Jóhanns Einvarðssonar, Kristmundar Ásmundssonar og Hermanns Ólasonar.

         Að lokinni skoðun á byggingarframkvæmdum, ræddi Jóhann

        um málefni HSS, rekstraráætlun og horfur fyrir árið 2000.

 

2.      Bréf dags. 22/3 ´00 frá Sandgerðisbæ. Þar er skipun þjónustuhóps aldraðra vísað til SSS.

 

3.      Bréf dags. 30/3´00 frá STRB ásamt ályktun þar sem skorað er á bæjar og sveitarstjórnir á Suðurnesjum að gefa Launanefnd sveitarfélaga ekki umboð til kjarasamningagerðar heldur sjái sveitarfélögin sjálf um samningsgerðina.

 

4.      Bréf dags. 3/4 ´00 frá Flugmálastjóranum á Keflavíkurflugvelli.

         Þar er óskað eftir framlagi frá sveitarfélögunum í átaki til eyðingar vargfugls.

         Framkv.stj. falið að afla frekari gagna.

 

5.      Bréf (afrit) dags. 24/3 ´00 frá SASS ásamt ályktun um Suðurstrandarveg.

        

6.      Bréf (afrit) dags. 13/3 ´00 frá SSA ásamt ályktun um jarðgangnaáætlun.

 

7.      Bréf dags. 24/2 ´00 frá Reykjanesbæ, ásamt frumvarpi til laga um brunatryggingar Landsskrá fasteigna, 285. mál. (framhald frá síðasta fundi).

         Stjórn SSS tekur undir umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga frá 29. mars s.l.

 

8.      Bréf dags. 28/2 ´00 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um mat á umhverfisáhrifum, 386. mál. (framhald frá síðasta fundi).

Stjórn SSS leggur fram eftirfarandi umsögn:

 

“Framkvæmdaaðila er skylt samkvæmt frumvarpinu að útbúa matsáætlun sem lögð skal fyrir skipulagsstofnun ríkisins, matsáætlunin skal kynnt umsagnaraðilum og almenningi og staðfest af skipulagsstjóra. Það ætti því að vera óþarfi að hafa í frumvarpinu ákvæði með möguleika á að úrskurða framkvæmd í ítarlegra mat sem dregur aðeins úr tilgangi frumvarpsins um samfelldan matsferil. Hætta er á að slíkt stuðli að kostnaðarsamari og óskilvirkara matsferli.

 

Núverandi lög, umfjöllun öll og viðhorf til lögformlegs umhverfismat hafa stuðlað að neikvæðu viðhorfi til mats. Æskilegt er að frumvarpið endurspegli betur að umhverfismat er aðferðafræði þar sem metin eru  áhrif framkvæmda á umhverfið og  geta þau áhrif verið bæði jákvæð og neikvæð.

 

Búast má við auknum kostnaði sveitarfélaga vegna umsagna um matsskýrslur, þegar sveitarfélög eða fyrirtæki í eigu þeirra eru ekki framkvæmdaaðilar, ekki er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að sveitarfélögin geti reikningsfært slíkan kostnað á framkvæmdaaðila, æskilegt er að það sé hægt.”

 

9.      Bréf dags. 24/3 ´00 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til skipulags- og byggingarlaga, 430. mál.  Frestað til næsta fundar.

 

10.    Bréf dags. 20/3 ´00 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, 357. mál, náttúrugripasöfn.

         Frestað til næsta fundar.

 

11.    Bréf dags. 27/3 ´00 frá utanríkismálanefnd Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um rannsókn á menguðum jarðvegi og grunnvatni við Keflavíkurflugvöll, 391. mál. Óskað eftir greinargerð frá HES um málið.

 

12.    Bréf dags. 27/3 ´00 frá utanríkismálanefnd Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um rannsókn á umhverfisáhrifum af völdum erlendrar hersetu, 392. mál.

         Óskað eftir greinargerð frá HES um málið.

 

13.    Ákveðið að bjóða sveitarstjórnarmönnum af höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja. Formanni og framkvæmdastjóra falið að undirbúa málið í samvinnu við SSH.

 

14.    Frásögn frá fulltrúaráðsfundi Samb. ísl. sveitarfélaga þann 30.-31.03. og fundi formanna og framkv.stj. landshlutasamtaka 29.03.00.

 

         Lagðar fram ályktanir frá fulltrúaráðsfundinum:

            Ályktun um endurskoðun á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

            Ályktun um endurmat á kostnaði og tekjuþörf vegna yfirtöku grunnskólans

            Ályktun um endurskoðun á framkvæmd laga um þjóðlendur.

15.    Sameiginleg mál.

 

Rætt  um samgöngumál.

 

Vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda í samgöngumálum vill stjórn SSS, fyrir hönd sveitarfélaganna á Suðurnesjum, ítreka mikilvægi tvöföldunar Reykjanesbrautar fyrir landsmenn alla.

Við hvetjum stjórnvöld enn og aftur til þess að hraða tvöföldun eins og frekast er kostur.

 

         Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45