fb_pixel
Skip to content Skip to main navigation Skip to footer

474. fundur SSS 18. maí 2000

            Árið 2000, er fundur haldinn í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fimmtudaginn 18. maí kl. 15.00 að Fitjum..

 

            Mætt eru:  Sigurður Jónsson, Skúli Þ. Skúlason, Óskar Gunnarsson, Hallgrímur Bogason, Þóra Bragadóttir, Guðjón Guðmundsson framkv.stj. og Jóhanna M. Einarsdóttir ritari.

 

                                                           DAGSKRÁ:

 

1.      Drög að samningi milli MOA, SSS og Byggðastofnunar kynnt. Guðjón Guðmundsson lagði fram og kynnti drög að nýjum samningi.

 

2.      Fundargerð starfskjaranefndar SSS og SFSB frá 7/4 ´00.  Lögð fram og samþykkt.

 

3.      Skipun í þjónustuhóp aldraðra (áður á dagskrá 472. fundar 16/4 s.l.)  Bréf frá  héraðslækni og Samtökum eldri borgara með tilnefningum lögð fram.  Samkomulag er um að Reykjanesbær eigi annan fulltrúann sem SSS skipar án tilnefningar og hin sveitarfélögin skipti með sér árlega öðrum fulltrúa sem kemur fyrst frá Garði, síðan Grindavík, Sandgerði og Vogum. Eftirtalin skipa þannig þjónustuhóp aldraðra:

      Oddný Mattadóttir, Reykjanesbæ, 

      Erla Þorsteinsdóttir, Garði, til eins árs.

Hilmar Jónsson (til vara Trausti Björnsson) tilnefndir af FEB á Suðurnesjum

Elín Jakobsdóttir  hjúkrunarfræðingur og Kristmundur Ásmundsson læknir tilnefnd af héraðslækni Reykjaness.

      Stjórn SSS samþykkir að fulltrúi Reykjanesbæjar gegni formennsku skv. 7.gr laganna.

 

4.      Bréf dags. 7/4 ´00 frá menntamálaráðherra.  (Tilnefning 2 aðal- og varamanna í stjórn F.S.) Stjórnin tilnefnir á næsta fundi.

 

5.      Bréf dags. 18/4 ´00 frá Samb. ísl. sveitarfélaga varðandi ráðstefnu um einkaframkvæmdir á vegum sveitarfélaga 17. maí. Lagt fram.

 

6.      Bréf dags. 2/4 ´00 (mótt. 11/5 ´00) frá MOA þar sem farið er fram á að SSS verði kostunaraðili (ca. 25%, að hámarki 300 þús. kr.)  að kynningarmyndunum “aldamótamínútur” sem sýndar verða á Stöð 2 og Sýn. Stjórnin tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að ræða við MOA.

 

7.      Bréf dags. 5/5 ´00 frá Samb. ísl. sveitarfélaga ásamt ályktun Hafnarfjarðarráðstefnunnar 4. apríl sl.  Lagt fram.

 

8.      Bréf dags. 8/5 ´00 frá Stefáni Gíslasyni og fl. varðandi námskeið fyrir starfsmenn sveitarfélaga þar sem farið er yfir umhverfismál samtímans ofl. Stjórn SSS tekur jákvætt í erindið og óskar eftir samstarfi við stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um verkefnið.

 

9.      Bréf dags.3/4 ´00 frá Flugmálastjóranum á Keflavíkurflugvelli, framh. frá síðasta fundi en þar var framkvæmdastjóra  falið að afla gagna.   Eftir samtöl við Flugvallarstjóra  er málinu frestað til hausts og  þar sem gagna verður  aflað í sumar.

        

         Þar sem liðum 10, 11, 14, 15, 16 og 18 er frestað til haustþings, frestar stjórn SSS að gefa umsagnir um þessa liði.

 

10.    Bréf dags. 24/3 ´00 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til skipulags- og byggingalaga, 430. mál (frestað frá síðasta fundi).

        

11.    Bréf dags. 20/3 ´00 frá umhverfisnefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, 357. mál, náttúrugripasöfn. (Frestað frá síðasta fundi).

 

12.    Bréf dags. 27/3 ´00 frá utanríkismálanefnd Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um rannsókn á menguðum jarðvegi og grunnvatni við Keflavíkurflugvöll, 391. mál.  (Frestað frá síðasta fundi og óskað greinargerðar frá HES um málið.  Sjá Fylgiskj.) Stjórn SSS tekur undir umsögn HES.

 

13.    Bréf dags. 27/3 ´00 frá utanríkismálanefnd Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um rannsókn á umhverfisáhrifum af völdum erlendrar hersetu, 392. mál (Frestað frá síðasta fundi og óskað greinargerðar frá HES um málið. Sjá Fylgiskj.)

         Stjórn SSS tekur undir umsögn HES.

 

14.    Bréf dags. 13/4 ´00 frá utanríkismálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 502. mál.

 

15.    Bréf dags. 4/4 ´00 frá félagsmálanefnd Alþingis ásamt frumvarpi til laga um hópuppsagnir, 469. mál.

 

16.    Bréf dags. 25/4 ´00 frá bæjarráði Reykjanesbæjar þar sem erindi Alþingis um umsagnir um 3 frumvörp til laga er vísað til umsagnar og afgreiðslu S.S.S.

         Frumvörpin eru um:Réttindagæslu fatlaðra, 419. mál, Vinnumarkaðsaðgerðir 521. mál, Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins, 525. mál.

 

17.    Bréf dags. 17/4 ´00 frá landbúnaðarnefnd Alþingis ásamt þingsályktunartillögu um Suðurnesjaskóga, 390. mál.  Reykjanesbær og Vatnsleysustr.hr. hafa vísað sama máli til umsagnar og afgreiðslu S.S.S. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum  fagnar framkominni tillögu og  mælir með að hún verði samþykkt.

 

18.    Bréf dags. 6/4 frá bæjarráði Reykjanesbæjar þar sem erindi Alþingis um umsagnir um þingsályktunartillögu um hættu af völdum olíuflutninga á Reykjanesbraut, 320. mál er vísað til umsagnar og afgreiðslu S.S.S.

 

19.    Heimsókn SSH til Suðurnesja (tillaga að dagsetningu og fyrirkomulagi)

         Ákveðið að heimsóknin verði föstudaginn 22. september nk. 13 til 19.

20.    Aðalfundur SSS árið 2000. (Dagsetning – efni o.fl.)

         Ákveðið að aðalfundurinn verði 13. og 14. október nk. Rætt um ýmis málefni sem koma til greina á fundinum. Ákveðið að formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri  vinni áfram að málinu.

 

21.    Sameiginleg mál.          

Guðmundur Björnsson og Kristbjörn  Albertsson fulltrúar í bygginganefnd F.S., Jón Sæmundsson fjármálastjóri  og Ólafur Arnbjörnsson skólameistari FS komu á fundinn og ræddu um þörf á viðbótarrými við FS.  Þeir lögðu fram gögn um rýmisþörf skólans og sýndu hugmyndir að nýbyggingu. Stjórn SSS tekur undir nauðsyn þess að stækka skólann. Ákveðið að bygginganefndin muni leggja fram frekari gögn sem kynnt verða sveitastjórnum á fundum þeirra í júnímánuði.

 

 

         Fleira ekki gert og fundi slitið  kl. 18.05